Rektorar andvígir tillögum um samstarf Ingvar Haraldsson skrifar 21. desember 2015 07:00 Í skýrslu starfshóps er rekstur nemendagarða sagður ósjálfbær miðað við núverandi skuldastöðu. fréttablaðið/pjetur Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólunum á Bifröst og á Hólum verður gert að taka upp formlegt samstarf samkvæmt tillögum starfshóps um ávinning af auknu samstarfi skólanna. Rektorar gagnrýna tillögurnar sem þeir telja þurfa að greina miklu betur. Í skýrslu starfshópsins sem skilað var í nóvember er lagt til að skipaðir skuli tveir nýir starfshópar til að vinna hugmyndirnar frekar. Annar hópurinn verði skipaður fulltrúum háskólanna og menntamálaráðuneytisins til að finna leiðir að frekari samþættingu náms og ýmissar stoðþjónustu, svo sem tölvukerfa, bókhalds og umsjón verkefna háskólanna. Ríkið leggi vinnunni til fimmtíu milljónir króna. Hinum hópunum, sem verði á vegum stjórnarráðsins, verði meðal annars falið að finna leiðir til að gera upp skuldir Landbúnaðarháskólans og Háskólans á Hólum við ríkissjóð sem og að endurfjármagna lán við Íbúðalánasjóð. Uppsafnaður halli Landbúnaðarháskólans nemur 422 milljónum króna og Háskólans á Hólum 170 milljónum króna. Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskólans, og Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, skiluðu bæði séráliti fyrir hönd sinna skóla þar sem þau gagnrýndu að ekki lægi fyrir neitt mat á kostum og göllum tillagnanna. Slíkt þyrfti að vera gert áður en ákvörðun um aukinn samrekstur yrði tekin. „Við viljum ekki breyta um rekstrarform bara sisvona, einn, tveir og þrír, án þess að það séu gerðar einhverjar úttektir á kostum og göllum rekstrarforma við háskóla,“ segir Björn. Að sögn Björns er efling samstarfsnets opinberra skóla mun betri lausn. Í skýrslu nefndarinnar er lagt til að ríkið setji 75 milljónir króna í að efla samstarfsnetið. „Það er miklu vænlegri kostur en að fara að skipuleggja samstarf skóla eftir einhverri pólitískri forskrift.“ Einnig er lagt til að háskólarnir fái samtals 182 milljóna viðbótargreiðslu á fjárlögum næsta árs svo þeir geti mætt kröfum sem gerðar séu til þeirra. Meirihluti fjárlaganefndar hefur þegar lagt til að háskólarnir fái megnið af þeirri upphæð, samtals 133 milljónir króna. Björn gagnrýnir að lagt sé til að koma á nýjum garðyrkjuskóla á Flúðum eða Reykholti í Biskupstungum til viðbótar við núverandi garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi sem hafi verið fjársveltur síðustu ár. Hugmyndirnar hafi aldrei verið ræddar innan starfshópsins né heldur við stjórnendur skólans á öðrum vettvangi. „Við áttum okkur ekki á hvað formennirnir eru að hugsa. Þetta er bara ekki unnin tillaga að neinu leyti. Eins og sakir standa með okkar garðyrkjuskóla núna þá er hann mjög illa settur með ástand bygginga og annað,“ segir Björn. Formenn nefndarinnar voru Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólunum á Bifröst og á Hólum verður gert að taka upp formlegt samstarf samkvæmt tillögum starfshóps um ávinning af auknu samstarfi skólanna. Rektorar gagnrýna tillögurnar sem þeir telja þurfa að greina miklu betur. Í skýrslu starfshópsins sem skilað var í nóvember er lagt til að skipaðir skuli tveir nýir starfshópar til að vinna hugmyndirnar frekar. Annar hópurinn verði skipaður fulltrúum háskólanna og menntamálaráðuneytisins til að finna leiðir að frekari samþættingu náms og ýmissar stoðþjónustu, svo sem tölvukerfa, bókhalds og umsjón verkefna háskólanna. Ríkið leggi vinnunni til fimmtíu milljónir króna. Hinum hópunum, sem verði á vegum stjórnarráðsins, verði meðal annars falið að finna leiðir til að gera upp skuldir Landbúnaðarháskólans og Háskólans á Hólum við ríkissjóð sem og að endurfjármagna lán við Íbúðalánasjóð. Uppsafnaður halli Landbúnaðarháskólans nemur 422 milljónum króna og Háskólans á Hólum 170 milljónum króna. Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskólans, og Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, skiluðu bæði séráliti fyrir hönd sinna skóla þar sem þau gagnrýndu að ekki lægi fyrir neitt mat á kostum og göllum tillagnanna. Slíkt þyrfti að vera gert áður en ákvörðun um aukinn samrekstur yrði tekin. „Við viljum ekki breyta um rekstrarform bara sisvona, einn, tveir og þrír, án þess að það séu gerðar einhverjar úttektir á kostum og göllum rekstrarforma við háskóla,“ segir Björn. Að sögn Björns er efling samstarfsnets opinberra skóla mun betri lausn. Í skýrslu nefndarinnar er lagt til að ríkið setji 75 milljónir króna í að efla samstarfsnetið. „Það er miklu vænlegri kostur en að fara að skipuleggja samstarf skóla eftir einhverri pólitískri forskrift.“ Einnig er lagt til að háskólarnir fái samtals 182 milljóna viðbótargreiðslu á fjárlögum næsta árs svo þeir geti mætt kröfum sem gerðar séu til þeirra. Meirihluti fjárlaganefndar hefur þegar lagt til að háskólarnir fái megnið af þeirri upphæð, samtals 133 milljónir króna. Björn gagnrýnir að lagt sé til að koma á nýjum garðyrkjuskóla á Flúðum eða Reykholti í Biskupstungum til viðbótar við núverandi garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi sem hafi verið fjársveltur síðustu ár. Hugmyndirnar hafi aldrei verið ræddar innan starfshópsins né heldur við stjórnendur skólans á öðrum vettvangi. „Við áttum okkur ekki á hvað formennirnir eru að hugsa. Þetta er bara ekki unnin tillaga að neinu leyti. Eins og sakir standa með okkar garðyrkjuskóla núna þá er hann mjög illa settur með ástand bygginga og annað,“ segir Björn. Formenn nefndarinnar voru Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira