Innlent

Ísland í dag: Fékk nýra í jólagjöf

Andri Ólafsson skrifar
„Þetta er ekki flókið dæmi - ég er frá tvær vikur, kannski mánuð, en ég er að gefa henni einhver ár, kannski heila ævi," segir Kjartan Jón Bjarnason, sem gaf Gyðu Thorlacius Guðjónsdóttur nýra fyrr í desember. ​

Gyða kom fram í Íslandi í dag í nóvember árið 2014 og óskaði eftir gjafanýra, þar sem fjölskyldumeðlimir hennar hentuðu ekki sem gjafar.

Kjartan er gamall skólabróðir Gyðu og setti sig í samband við hana eftir að hafa séð viðtalið og sagðist vera tilbúinn að gefa henni annað nýrað, ef það hentaði. 

Nú rúmum tveimur vikum eftir aðgerð heilsast þeim báðum vel. 

Rætt verður við Gyðu og Kjartan í Íslandi í dag kl. 18:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×