Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron segir að Lionel Messi, landi sinn, hafi eitt sinn sagt sér að hann hafi viljað spila með Inter á Ítalíu.
„Það eru nokkur ár síðan en hann sagði mér að hann vildi spila með Inter,“ sagði Veron í viðtali við Tuttosport á Ítalíu. „En ég vil taka skýrt fram að þetta er eitthvað sem hann sagði í fortíðinni.“
„Massimo Moratti var enn eigandi Inter og ég sé einfaldlega ekki fyrir mér að Leo fari frá Barcelona úr þessu,“ bætti Veron við.
Veron spilaði sjálfur með Inter á löngum ferli, sem og Sampdoria, Parma, Lazio, Manchester United og Chelsea. Hann lagði skóna á hilluna árið 2014.
Segir að Messi hafi verið spenntur fyrir Inter
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn




Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn


Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn
