Messi bestur í heimi að mati Guardian | Þrír af fjórum efstu leika með Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. desember 2015 20:00 Messi átti magnað ár með Barcelona. vísir/getty Líkt og síðustu ár hafa sérfræðingar the Guardian valið 100 bestu fótboltamenn í heimi en listinn var birtur í heild sinni í dag. Lionel Messi er besti leikmaður heims árið 2015 að mati Guardian en argentínski snillingurinn hirðir toppsætið af Cristiano Ronaldo sem var bestur í fyrra. 74% þeirra 123 sérfræðinga sem sáu um að velja listann settu Messi í efsta sætið. Samherjar Messi hjá Barcelona, Neymar og Luís Suárez, eru í 3. og 4. sæti en þetta magnaða sóknartríó hefur skorað samtals 134 mörk á árinu sem nú er senn á enda. Robert Lewandowski er einn af hástökkvurum listans en Pólverjinn fer úr 30. sæti upp í það fimmta. Bayern München á tvo aðra leikmenn í tíu efstu sætum listans; Thomas Müller (6.) og Manuel Neuer (8.). Meðal nýrra nafna sem koma inn á listann má nefna Kevin De Bruyne sem er í 14. sæti og Leicester-bræðurna Jamie Vardy (68.) og Riyad Mahrez (99.). Spánn á flesta leikmenn á listanum (16) en Bayern er það félagslið sem á flesta fulltrúa á listanum, eða 12 talsins. England á aðeins fjóra leikmenn á listanum; Harry Kane (38.), Wayne Rooney (60.), Raheem Sterling (62.) og Vardy (68.).Tíu bestu leikmenn heims að mati Guardian (listann í heild sinni má sjá með því að smella hér: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 2. Cristiano Ronaldo (Real Madrid og Portúgal) 3. Neymar (Barcelona og Brasilía) 4. Luís Suárez (Barcelona og Úrugvæ) 5. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 6. Thomas Müller (Bayern og Þýskaland) 7. Zlatan Ibrahimovic (PSG og Svíþjóð) 8. Manuel Neuer (Bayern og Þýskaland) 9. Sergio Agüero (Man City og Argentína) 10. Alexis Sánchez (Arsenal og Chile) Fótbolti Tengdar fréttir Fótboltafantasía í hverjum leik MSN-sóknarlína Barcelona hafa afsannað hrakspár um að súperstjörnur geti ekki blómstrað hlið við hlið. Messi, Suárez og Neymar hafa allir skorað 40 mörk fyrir Börsunga á árinu 2015 og alls 125 mörk saman. 3. desember 2015 06:00 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Líkt og síðustu ár hafa sérfræðingar the Guardian valið 100 bestu fótboltamenn í heimi en listinn var birtur í heild sinni í dag. Lionel Messi er besti leikmaður heims árið 2015 að mati Guardian en argentínski snillingurinn hirðir toppsætið af Cristiano Ronaldo sem var bestur í fyrra. 74% þeirra 123 sérfræðinga sem sáu um að velja listann settu Messi í efsta sætið. Samherjar Messi hjá Barcelona, Neymar og Luís Suárez, eru í 3. og 4. sæti en þetta magnaða sóknartríó hefur skorað samtals 134 mörk á árinu sem nú er senn á enda. Robert Lewandowski er einn af hástökkvurum listans en Pólverjinn fer úr 30. sæti upp í það fimmta. Bayern München á tvo aðra leikmenn í tíu efstu sætum listans; Thomas Müller (6.) og Manuel Neuer (8.). Meðal nýrra nafna sem koma inn á listann má nefna Kevin De Bruyne sem er í 14. sæti og Leicester-bræðurna Jamie Vardy (68.) og Riyad Mahrez (99.). Spánn á flesta leikmenn á listanum (16) en Bayern er það félagslið sem á flesta fulltrúa á listanum, eða 12 talsins. England á aðeins fjóra leikmenn á listanum; Harry Kane (38.), Wayne Rooney (60.), Raheem Sterling (62.) og Vardy (68.).Tíu bestu leikmenn heims að mati Guardian (listann í heild sinni má sjá með því að smella hér: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 2. Cristiano Ronaldo (Real Madrid og Portúgal) 3. Neymar (Barcelona og Brasilía) 4. Luís Suárez (Barcelona og Úrugvæ) 5. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 6. Thomas Müller (Bayern og Þýskaland) 7. Zlatan Ibrahimovic (PSG og Svíþjóð) 8. Manuel Neuer (Bayern og Þýskaland) 9. Sergio Agüero (Man City og Argentína) 10. Alexis Sánchez (Arsenal og Chile)
Fótbolti Tengdar fréttir Fótboltafantasía í hverjum leik MSN-sóknarlína Barcelona hafa afsannað hrakspár um að súperstjörnur geti ekki blómstrað hlið við hlið. Messi, Suárez og Neymar hafa allir skorað 40 mörk fyrir Börsunga á árinu 2015 og alls 125 mörk saman. 3. desember 2015 06:00 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Fótboltafantasía í hverjum leik MSN-sóknarlína Barcelona hafa afsannað hrakspár um að súperstjörnur geti ekki blómstrað hlið við hlið. Messi, Suárez og Neymar hafa allir skorað 40 mörk fyrir Börsunga á árinu 2015 og alls 125 mörk saman. 3. desember 2015 06:00