Mikilvægt að tala um áfengisvandamál Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2015 09:00 Jólagleði barnanna getur spillst af áhyggjum vegna drykkju fjölskyldumeðlims. NORDICPHOTOS/GETTY Sá sem drekkur of mikið skaðar ekki bara sjálfan sig. Aðrar afleiðingar drykkjunnar eru umfangsmiklar. Þetta kemur fram í skýrslu sænska læknafélagsins og bindindissamtakanna IOGT í Svíþjóð þar sem teknar eru saman niðurstöður nýrra rannsókna. Afleiðingarnar eru allt frá áhyggjum fjölskyldunnar vegna drykkju ættingja til dauðsfalla í umferðinni eða á vinnustað, að því er segir í frétt sænska blaðsins Dagens Nyheter. Haft er eftir lækninum og prófessornum Sven Andréasson við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi að þeir sem eigi að taka boðskap skýrslunnar til sín séu þeir sem ekki geri sér grein fyrir að þeir tilheyri þeim hópi sem drekkur of mikið. „Hafi einhver mörgum sinnum sagt við einstakling að hann hafi áhyggjur af drykkju hans þá hefur sá næstum alltaf ástæðu til að hafa áhyggjur,“ segir læknirinn. Því miður séu viðbrögðin hjá þeim sem drekkur of oft þannig að gert sé of mikið úr drykkjunni. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, segir fólk eiga að taka mark á athugasemdum annarra. „Þá fer fólk að hugsa sér nær. Að tala um vandann er mjög mikilvæg leið. Hér heima hafa bæði fjölskyldumeðlimir og þeir sem drekka tækifæri til að spyrja hlutlausa aðila og leita aðstoðar. Það er hægt að tala við ráðgjafa á göngudeild hjá okkur og þá kemur í ljós hvort ástæða er til að hafa áhyggjur.“ Andréasson segir að besta lausnin sé þrýstingur frá umhverfinu þótt það sé erfitt að vera sá sem bendir á að drykkjan sé of mikil. Hann tekur jafnframt fram að baráttuleiðir stjórnvalda séu einokun með smásölu áfengis, skattlagning, aldurstakmark og lokunartími skemmtistaða. Greinilegt sé að þessar leiðir hafi áhrif þar sem þær takmarki aðgengi að áfengi. Aukið aðgengi hafi í för með sér meira ofbeldi, umferðarslys og fleiri dauðsföll. Hann getur þess meðal annars að of mikil drykkja hafi neikvæð áhrif á fjóra til tíu fjölskyldumeðlimi, vini og fleiri. Of mikil drykkja hafi fyrst og fremst neikvæð áhrif á börnin, hættan á að þau skaðist aukist. Rannsóknir sýni að börn drykkjumanna fái oft lægri einkunnir og minni menntun en önnur börn, samtímis sem þau eigi frekar á hættu að þurfa sjálf að glíma við áfengisvanda. Valgerður bendir á að áhyggjur aðstandenda, barna, maka og stundum foreldra vegna þess sem drekkur spilli jólagleðinni. „Það er ástæða til að ræða málin í þeirri von að þetta batni.“ Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira
Sá sem drekkur of mikið skaðar ekki bara sjálfan sig. Aðrar afleiðingar drykkjunnar eru umfangsmiklar. Þetta kemur fram í skýrslu sænska læknafélagsins og bindindissamtakanna IOGT í Svíþjóð þar sem teknar eru saman niðurstöður nýrra rannsókna. Afleiðingarnar eru allt frá áhyggjum fjölskyldunnar vegna drykkju ættingja til dauðsfalla í umferðinni eða á vinnustað, að því er segir í frétt sænska blaðsins Dagens Nyheter. Haft er eftir lækninum og prófessornum Sven Andréasson við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi að þeir sem eigi að taka boðskap skýrslunnar til sín séu þeir sem ekki geri sér grein fyrir að þeir tilheyri þeim hópi sem drekkur of mikið. „Hafi einhver mörgum sinnum sagt við einstakling að hann hafi áhyggjur af drykkju hans þá hefur sá næstum alltaf ástæðu til að hafa áhyggjur,“ segir læknirinn. Því miður séu viðbrögðin hjá þeim sem drekkur of oft þannig að gert sé of mikið úr drykkjunni. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, segir fólk eiga að taka mark á athugasemdum annarra. „Þá fer fólk að hugsa sér nær. Að tala um vandann er mjög mikilvæg leið. Hér heima hafa bæði fjölskyldumeðlimir og þeir sem drekka tækifæri til að spyrja hlutlausa aðila og leita aðstoðar. Það er hægt að tala við ráðgjafa á göngudeild hjá okkur og þá kemur í ljós hvort ástæða er til að hafa áhyggjur.“ Andréasson segir að besta lausnin sé þrýstingur frá umhverfinu þótt það sé erfitt að vera sá sem bendir á að drykkjan sé of mikil. Hann tekur jafnframt fram að baráttuleiðir stjórnvalda séu einokun með smásölu áfengis, skattlagning, aldurstakmark og lokunartími skemmtistaða. Greinilegt sé að þessar leiðir hafi áhrif þar sem þær takmarki aðgengi að áfengi. Aukið aðgengi hafi í för með sér meira ofbeldi, umferðarslys og fleiri dauðsföll. Hann getur þess meðal annars að of mikil drykkja hafi neikvæð áhrif á fjóra til tíu fjölskyldumeðlimi, vini og fleiri. Of mikil drykkja hafi fyrst og fremst neikvæð áhrif á börnin, hættan á að þau skaðist aukist. Rannsóknir sýni að börn drykkjumanna fái oft lægri einkunnir og minni menntun en önnur börn, samtímis sem þau eigi frekar á hættu að þurfa sjálf að glíma við áfengisvanda. Valgerður bendir á að áhyggjur aðstandenda, barna, maka og stundum foreldra vegna þess sem drekkur spilli jólagleðinni. „Það er ástæða til að ræða málin í þeirri von að þetta batni.“
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira