Mikilvægt að tala um áfengisvandamál Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2015 09:00 Jólagleði barnanna getur spillst af áhyggjum vegna drykkju fjölskyldumeðlims. NORDICPHOTOS/GETTY Sá sem drekkur of mikið skaðar ekki bara sjálfan sig. Aðrar afleiðingar drykkjunnar eru umfangsmiklar. Þetta kemur fram í skýrslu sænska læknafélagsins og bindindissamtakanna IOGT í Svíþjóð þar sem teknar eru saman niðurstöður nýrra rannsókna. Afleiðingarnar eru allt frá áhyggjum fjölskyldunnar vegna drykkju ættingja til dauðsfalla í umferðinni eða á vinnustað, að því er segir í frétt sænska blaðsins Dagens Nyheter. Haft er eftir lækninum og prófessornum Sven Andréasson við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi að þeir sem eigi að taka boðskap skýrslunnar til sín séu þeir sem ekki geri sér grein fyrir að þeir tilheyri þeim hópi sem drekkur of mikið. „Hafi einhver mörgum sinnum sagt við einstakling að hann hafi áhyggjur af drykkju hans þá hefur sá næstum alltaf ástæðu til að hafa áhyggjur,“ segir læknirinn. Því miður séu viðbrögðin hjá þeim sem drekkur of oft þannig að gert sé of mikið úr drykkjunni. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, segir fólk eiga að taka mark á athugasemdum annarra. „Þá fer fólk að hugsa sér nær. Að tala um vandann er mjög mikilvæg leið. Hér heima hafa bæði fjölskyldumeðlimir og þeir sem drekka tækifæri til að spyrja hlutlausa aðila og leita aðstoðar. Það er hægt að tala við ráðgjafa á göngudeild hjá okkur og þá kemur í ljós hvort ástæða er til að hafa áhyggjur.“ Andréasson segir að besta lausnin sé þrýstingur frá umhverfinu þótt það sé erfitt að vera sá sem bendir á að drykkjan sé of mikil. Hann tekur jafnframt fram að baráttuleiðir stjórnvalda séu einokun með smásölu áfengis, skattlagning, aldurstakmark og lokunartími skemmtistaða. Greinilegt sé að þessar leiðir hafi áhrif þar sem þær takmarki aðgengi að áfengi. Aukið aðgengi hafi í för með sér meira ofbeldi, umferðarslys og fleiri dauðsföll. Hann getur þess meðal annars að of mikil drykkja hafi neikvæð áhrif á fjóra til tíu fjölskyldumeðlimi, vini og fleiri. Of mikil drykkja hafi fyrst og fremst neikvæð áhrif á börnin, hættan á að þau skaðist aukist. Rannsóknir sýni að börn drykkjumanna fái oft lægri einkunnir og minni menntun en önnur börn, samtímis sem þau eigi frekar á hættu að þurfa sjálf að glíma við áfengisvanda. Valgerður bendir á að áhyggjur aðstandenda, barna, maka og stundum foreldra vegna þess sem drekkur spilli jólagleðinni. „Það er ástæða til að ræða málin í þeirri von að þetta batni.“ Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Sá sem drekkur of mikið skaðar ekki bara sjálfan sig. Aðrar afleiðingar drykkjunnar eru umfangsmiklar. Þetta kemur fram í skýrslu sænska læknafélagsins og bindindissamtakanna IOGT í Svíþjóð þar sem teknar eru saman niðurstöður nýrra rannsókna. Afleiðingarnar eru allt frá áhyggjum fjölskyldunnar vegna drykkju ættingja til dauðsfalla í umferðinni eða á vinnustað, að því er segir í frétt sænska blaðsins Dagens Nyheter. Haft er eftir lækninum og prófessornum Sven Andréasson við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi að þeir sem eigi að taka boðskap skýrslunnar til sín séu þeir sem ekki geri sér grein fyrir að þeir tilheyri þeim hópi sem drekkur of mikið. „Hafi einhver mörgum sinnum sagt við einstakling að hann hafi áhyggjur af drykkju hans þá hefur sá næstum alltaf ástæðu til að hafa áhyggjur,“ segir læknirinn. Því miður séu viðbrögðin hjá þeim sem drekkur of oft þannig að gert sé of mikið úr drykkjunni. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá SÁÁ, segir fólk eiga að taka mark á athugasemdum annarra. „Þá fer fólk að hugsa sér nær. Að tala um vandann er mjög mikilvæg leið. Hér heima hafa bæði fjölskyldumeðlimir og þeir sem drekka tækifæri til að spyrja hlutlausa aðila og leita aðstoðar. Það er hægt að tala við ráðgjafa á göngudeild hjá okkur og þá kemur í ljós hvort ástæða er til að hafa áhyggjur.“ Andréasson segir að besta lausnin sé þrýstingur frá umhverfinu þótt það sé erfitt að vera sá sem bendir á að drykkjan sé of mikil. Hann tekur jafnframt fram að baráttuleiðir stjórnvalda séu einokun með smásölu áfengis, skattlagning, aldurstakmark og lokunartími skemmtistaða. Greinilegt sé að þessar leiðir hafi áhrif þar sem þær takmarki aðgengi að áfengi. Aukið aðgengi hafi í för með sér meira ofbeldi, umferðarslys og fleiri dauðsföll. Hann getur þess meðal annars að of mikil drykkja hafi neikvæð áhrif á fjóra til tíu fjölskyldumeðlimi, vini og fleiri. Of mikil drykkja hafi fyrst og fremst neikvæð áhrif á börnin, hættan á að þau skaðist aukist. Rannsóknir sýni að börn drykkjumanna fái oft lægri einkunnir og minni menntun en önnur börn, samtímis sem þau eigi frekar á hættu að þurfa sjálf að glíma við áfengisvanda. Valgerður bendir á að áhyggjur aðstandenda, barna, maka og stundum foreldra vegna þess sem drekkur spilli jólagleðinni. „Það er ástæða til að ræða málin í þeirri von að þetta batni.“
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira