Segjast glíma við nýja tegund útgerðarmanna Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Útgerðarmenn segja fulltrúa félaga sjómanna hafa kosið að fresta viðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). vísir/stefán „Við viljum hitta sem flesta félagsmenn og við munum ræða þá staðreynd að það mun ekkert fást frá útgerðinni nema henni verði stillt upp við vegg,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Á vef VM kemur fram að boðað verði til funda milli jóla og nýárs til að ræða stöðuna sem upp sé komin í kjaraviðræðum félaga sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), en þeim var frestað á föstudag. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 2011. Guðmundur segir upp komna undarlega stöðu. Af hálfu útgerðanna sé með öllum ráðum unnið á móti tilraunum verkalýðsfélaganna til að spyrna við fótum á móti breytingum sem útgerðirnar hafi komið á um borð í skipunum. „Okkar félagsmenn hafa ekki lengur stöðu til að hafa skoðun eða setja fram sínar kröfur án hótana,“ segir hann. Dæmi séu um að mönnum hafi ekki bara verið hótað brottrekstri, heldur útilokun um ráðningu hjá öðrum útgerðum innan SFS.Guðmundur Ragnarsson„Við glímum nú við nýja tegund útgerðarmanna. Ég hef ekki kynnst neinu slíku frá því ég byrjaði að vinna við samningagerð,“ segir Guðmundur. Um sjö stórar útgerðir ráði öllu. „Staðan er sú að sjómenn andmæla ekki Þorsteini Má í Samherja, Gunnþóri í Síldarvinnslunni, eða þeim á Höfn eða í Vestmannaeyjum. Þetta er veruleikinn sem við glímum við.“ Í tilkynningu SFS um frestun viðræðnanna er áréttað að þeim hafi ekki verið slitið og þær séu áfram hjá Ríkissáttasemjara. „Frá því samningar voru lausir í ársbyrjun 2011 hafa sjómenn fengið hækkun kauptryggingar og kaupliða í samræmi við hækkanir á almennum markaði. Þótt samningar séu lausir gildir síðasti kjarasamningur þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður,“ segir þar og bent á að tekjur sjómanna ráðist af fiskverði á hverjum tíma. Þeir hafi því notið þess góðæris sem verið hafi undanfarin ár í sjávarútvegi.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri SamherjaSFS hafi lýst sig reiðubúin til að reyna að ljúka samningum við sjómenn fyrir næstu áramót. Fulltrúar sjómanna telji ekki ástæðu til þess og hafi ákveðið að fresta viðræðum. „SFS er hins vegar ávallt reiðubúið til viðræðna við fulltrúa sjómanna um endurskoðun kjarasamninga.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Við viljum hitta sem flesta félagsmenn og við munum ræða þá staðreynd að það mun ekkert fást frá útgerðinni nema henni verði stillt upp við vegg,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Á vef VM kemur fram að boðað verði til funda milli jóla og nýárs til að ræða stöðuna sem upp sé komin í kjaraviðræðum félaga sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), en þeim var frestað á föstudag. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 2011. Guðmundur segir upp komna undarlega stöðu. Af hálfu útgerðanna sé með öllum ráðum unnið á móti tilraunum verkalýðsfélaganna til að spyrna við fótum á móti breytingum sem útgerðirnar hafi komið á um borð í skipunum. „Okkar félagsmenn hafa ekki lengur stöðu til að hafa skoðun eða setja fram sínar kröfur án hótana,“ segir hann. Dæmi séu um að mönnum hafi ekki bara verið hótað brottrekstri, heldur útilokun um ráðningu hjá öðrum útgerðum innan SFS.Guðmundur Ragnarsson„Við glímum nú við nýja tegund útgerðarmanna. Ég hef ekki kynnst neinu slíku frá því ég byrjaði að vinna við samningagerð,“ segir Guðmundur. Um sjö stórar útgerðir ráði öllu. „Staðan er sú að sjómenn andmæla ekki Þorsteini Má í Samherja, Gunnþóri í Síldarvinnslunni, eða þeim á Höfn eða í Vestmannaeyjum. Þetta er veruleikinn sem við glímum við.“ Í tilkynningu SFS um frestun viðræðnanna er áréttað að þeim hafi ekki verið slitið og þær séu áfram hjá Ríkissáttasemjara. „Frá því samningar voru lausir í ársbyrjun 2011 hafa sjómenn fengið hækkun kauptryggingar og kaupliða í samræmi við hækkanir á almennum markaði. Þótt samningar séu lausir gildir síðasti kjarasamningur þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður,“ segir þar og bent á að tekjur sjómanna ráðist af fiskverði á hverjum tíma. Þeir hafi því notið þess góðæris sem verið hafi undanfarin ár í sjávarútvegi.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri SamherjaSFS hafi lýst sig reiðubúin til að reyna að ljúka samningum við sjómenn fyrir næstu áramót. Fulltrúar sjómanna telji ekki ástæðu til þess og hafi ákveðið að fresta viðræðum. „SFS er hins vegar ávallt reiðubúið til viðræðna við fulltrúa sjómanna um endurskoðun kjarasamninga.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira