Innlent

Grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk í Sidney

Vísir/AFP
Lögreglan í Sidney í Ástralíu handtók í nótt tvo einstaklinga grunaða um að leggja á ráðin um hryðjuverk í borginni. Annar er aðeins fimmtán ára gamall en hinn er tvítugur. Lögreglan segir að handtökurnar hafi verið liður í mun stærri aðgerð sem hófst í raun á síðasta ári þegar lögreglumenn segjast hafa komist á snoðir um stóra aðgerð sem væri í undirbúningi þar sem til stóð að drepa fólk í tugatali af handahófi úti á götu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×