Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2015 09:37 Vísir/Getty Gunnar Nelson er í áhugaverðu viðtali við Ariel Helwani, fréttamann MMAFighting.com og Fox Sports, þar sem hann fer yfir bardaga sinn við Demian Maia á laugardaginn. Gunnar ræðir einnig um bardaga æfingafélag síns, Conor McGregor, við Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn og glæsilega villu þar sem þeir dvelja nú í aðdraganda bardagans. McGregor hefur látið hafa eftir sér að hann sé svo einbeittur að bardaganum að honum finnist hann stundum missa vitið. „Þannig hefur það alltaf verið. Þetta er ekkert nýtt. Hann er að missa vitið, eitthvað á hverjum degi. Það vitum við allir. En heldur sínu striki og það er það sem mestu máli skiptir. Hann gerir það sem þarf að gera.“ Gunnar segist helst vilja klára bardagann við Maia með fullnaðarsigri, helst með uppgjafartaki, fremur en á stigagjöf en segist ætla að taka því sem höndum ber þegar bardaginn hefst.Sjá einnig: Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn „Ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Demian og það er mikill heiður fyrir mig að fá að berjast við hann,“ sagði Gunnar í viðtalinu við Helwani. Hann segir þó það ekki hans stíll að spá fyrir um útkomu bardaga sinna eða tala illa um andstæðinginn sinn. „Þannig er bara ekki minn hugsunarháttur og þannig nálgast ég ekki mína bardaga,“ bætti hann við.Conor McGregor.Vísir/GettyGunnar segir að hann hafi ávallt dáðst að Maia og þó svo að hann hafi ekki verið sérstök fyrirmynd fyrir hann þá hafi verið áhugavert að fylgjast með MMA-ferli hans.Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn „Það var ekki á færi allra jiu-jitsu manna að ná velgengni í MMA-heiminum en honum tókst að gera það. Mér þótti mikið til þess koma,“ sagði Gunnar sem vakti fyrst athygli sem glímukappi, rétt eins og Maia.Demian Maia.Vísir/GettySpekingar velta því fyrir sér hvort að Gunnar vilji halda bardaganum á fótunum þar sem að Gunnar þyki jafnvel hafa yfirhöndina þar gegn Maia, sem er aftur á móti frábær í gólfinu. „Það er enginn vafi á því að ég vonast eftir því að bardaginn verði á gólfinu,“ sagði Gunnar sem hefur unnið flesta sína sigra þar. „Það væri gaman fyrir aðdáendur UFC að sjá okkur takast á í glímu. Ég á að von að bardaginn muni þrást á þann hátt því það er hvorki stíll minn né hans að gefa eftir þegar glíman hefst.“ „En þetta er MMA-bardagi og því tekur maður þau tækifæri sem bjóðast, sama hvernig bardaginn mun þróast. Ég mun ekki reyna að þvinga hann í neina ákveðna átt,“ sagði Gunnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, þar sem þeir ræða til að mynda um hófstillt viðbrögð Gunnars þegar hann fékk Harley Davidson mótorhjól í afmælisgjöf.Sjá einnig: Conor og Dana gáfu Gunnar Harley Davidson í afmælisgjöf MMA Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sjá meira
Gunnar Nelson er í áhugaverðu viðtali við Ariel Helwani, fréttamann MMAFighting.com og Fox Sports, þar sem hann fer yfir bardaga sinn við Demian Maia á laugardaginn. Gunnar ræðir einnig um bardaga æfingafélag síns, Conor McGregor, við Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn og glæsilega villu þar sem þeir dvelja nú í aðdraganda bardagans. McGregor hefur látið hafa eftir sér að hann sé svo einbeittur að bardaganum að honum finnist hann stundum missa vitið. „Þannig hefur það alltaf verið. Þetta er ekkert nýtt. Hann er að missa vitið, eitthvað á hverjum degi. Það vitum við allir. En heldur sínu striki og það er það sem mestu máli skiptir. Hann gerir það sem þarf að gera.“ Gunnar segist helst vilja klára bardagann við Maia með fullnaðarsigri, helst með uppgjafartaki, fremur en á stigagjöf en segist ætla að taka því sem höndum ber þegar bardaginn hefst.Sjá einnig: Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn „Ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Demian og það er mikill heiður fyrir mig að fá að berjast við hann,“ sagði Gunnar í viðtalinu við Helwani. Hann segir þó það ekki hans stíll að spá fyrir um útkomu bardaga sinna eða tala illa um andstæðinginn sinn. „Þannig er bara ekki minn hugsunarháttur og þannig nálgast ég ekki mína bardaga,“ bætti hann við.Conor McGregor.Vísir/GettyGunnar segir að hann hafi ávallt dáðst að Maia og þó svo að hann hafi ekki verið sérstök fyrirmynd fyrir hann þá hafi verið áhugavert að fylgjast með MMA-ferli hans.Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn „Það var ekki á færi allra jiu-jitsu manna að ná velgengni í MMA-heiminum en honum tókst að gera það. Mér þótti mikið til þess koma,“ sagði Gunnar sem vakti fyrst athygli sem glímukappi, rétt eins og Maia.Demian Maia.Vísir/GettySpekingar velta því fyrir sér hvort að Gunnar vilji halda bardaganum á fótunum þar sem að Gunnar þyki jafnvel hafa yfirhöndina þar gegn Maia, sem er aftur á móti frábær í gólfinu. „Það er enginn vafi á því að ég vonast eftir því að bardaginn verði á gólfinu,“ sagði Gunnar sem hefur unnið flesta sína sigra þar. „Það væri gaman fyrir aðdáendur UFC að sjá okkur takast á í glímu. Ég á að von að bardaginn muni þrást á þann hátt því það er hvorki stíll minn né hans að gefa eftir þegar glíman hefst.“ „En þetta er MMA-bardagi og því tekur maður þau tækifæri sem bjóðast, sama hvernig bardaginn mun þróast. Ég mun ekki reyna að þvinga hann í neina ákveðna átt,“ sagði Gunnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, þar sem þeir ræða til að mynda um hófstillt viðbrögð Gunnars þegar hann fékk Harley Davidson mótorhjól í afmælisgjöf.Sjá einnig: Conor og Dana gáfu Gunnar Harley Davidson í afmælisgjöf
MMA Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sjá meira