Innlent

Skoða að skipta 101 í tvennt

Samúel Karl Ólason skrifar
Í ljósi umfangs póstnúmersins 101 landfræðilega og með tilliti til byggingarmagns og uppbyggingar fram undan, þykir tímabært að skipta póstnúmerinu í tvennt.
Í ljósi umfangs póstnúmersins 101 landfræðilega og með tilliti til byggingarmagns og uppbyggingar fram undan, þykir tímabært að skipta póstnúmerinu í tvennt. Vísir/Pjetur
Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að borgarráð hefði samþykkt að skipta póstnúmerinu 101 í tvennt. Það var rangt. Borgarráð samþykkti að leita samráðs um þá tillögu að skipta póstnúmerinu upp.



Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í dag að leita samráðs um að skipta póstnúmerinu 101 í tvennt. Að Vatnsmýrin muni fá póstnúmerið 102. Það er sá hluti 101 sem er sunnan megin við Hringbraut. Málið heyrir undir póstnúmeranefnd Íslandspósts hf.

Á fundi borgarráðs var lagt fyrir bréf frá sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur. Þar segir samkvæmt fundargerðinni að í ljósi umfangs póstnúmersins 101 landfræðilega og með tilliti til byggingarmagns og uppbyggingar fram undan, sé tímabært að skipta póstnúmerinu í tvennt.

Erindið verður sent til umsagnar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Icelandair, Knattspyrnufélagsins Vals, Valsmanna hf., hverfisráðs Vesturbæjar og Prýðisfélagsins Skjaldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×