Innlent

Önnur umræða hefur staðið í ríflega 40 klukkustundir

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Einari K. Guðfinssyni, forseta þingsins, er mál að annarri umræðu fjárlaga, sem staðið hefur fram á nótt undanfarna tvo daga, ljúki á þriðja kvöld- eða næturfundinum í dag.
Einari K. Guðfinssyni, forseta þingsins, er mál að annarri umræðu fjárlaga, sem staðið hefur fram á nótt undanfarna tvo daga, ljúki á þriðja kvöld- eða næturfundinum í dag. Vísir/Stefán
Önnur umræða fjárlagnna hefur nú staðið yfir í ríflega fjörutíu klukkustundir á Alþingi og sér ekki fyrir endann á henni. Forseti Alþingis segir hana orðna næst lengstu fjárlagaumræðu í tuttugu og fimm ár. 

Þingfundi á Alþingi lauk laust eftir miðnætti og hófst fundur svo aftur klukkan tíu í morgun. Önnur umræða um fjárlögin stendur nú yfir og hefur staðið síðustu daga. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingstörfum að ljúka í gær.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir það blasa við að þingfundur verði að minnsta kosti fram í næstu viku. Hann segir umræðuna um fjárlögin þegar vera orðna með þeim lengstu í áratugi. „Hún hefur staðið svona um það bil 40 klukkustundir og hún er orðin um það bil næst lengsta fjárlagaumræða sem að ég þekki. Ég hef skoðað tölur 25 ár aftur í tímann. Lengsta umræðan stóð haustið 2012 vegna fjárlagagerðarinnar 2013. Þá var þetta í kringum 50 klukkustundir,“ segir Einar.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að mynda varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað.  Einar segist ekki sjá fyrir endann á umræðunni og óvíst hversu lengið fundað verði í dag. „Mér finnst algjör óvissa um það hvenær þessari umræðu lýkur,“ segir Einar K. Guðfinnsson. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×