Sagðist vera of mikill smekkmaður til að kíkja undir pilsfald Vigdísar Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2015 19:55 Össur og Vigdís tókust létt á í þingsal í dag. vísir/ernir Áhugaverð uppákoma varð á Alþingi í dag þegar alþingismenn tóku aftur til máls um fjárlög næsta árs eftir fundarhlé í hádeginu. Össur Skarphéðinsson , þingmaður Samfylkingar, tók fyrstur til máls eftir hlé og hafði staðið í ræðupúlti í um hálfa klukkustund og skotið hart á stjórnarflokkana áður en formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, ákvað að skerast í leikinn. Össur hafði þá skömmu áður mært verk fyrri ríkisstjórnar og sagt Sjálfstæðismenn vera „skíthræddasta“ við Steingrím J. Sigfússon. „Vegna þess að þeir hafa ekki þorað að koma hér og reyna að hrekja eitt einasta orð af því sem að hann var að segja hér um það sem verk fyrri ríkisstjórnar – enda er það ekki hægt. Nú er einfaldlega búið að klappa það í stein, ríkisreikninga þriggja ára,“ sagði Össur og bætti við: „Þannig að það er sama þó að menn flýi hér í felur í afherbergi og leiti skjóls undir pilsfaldi háttvirts formanns fjárlaganefndar, þeir geta ekki flúið þá staðreynd að svona var þetta eins og lýst var. Ég ætla bara að taka dæmi af sjálfum mér, herra forseti,“ sagði Össur en þá gekk Vigdís framfyrir pontuna og spurði Össur: „Má bjóða þér undir pilsfaldinn?“ Össur fipaðist þá eilítið, áður en hann svaraði: „Ég er smekkmaður, ég er smekkmaður,“ og hélt því næst áfram með ræðuna. Orðaskiptin má sjá í myndbandinu hér að ofan þegar um 30 mínútur eru liðnar af ræðu Össurar. Þingfundi var slitið á sjöunda tímanum í kvöld og hefur umræðu um fjárlög verið frestað. Næsti þingfundur hefur verið boðaður á mánudag klukkan 10:30. Önnur umræða um fjárlög hefur nú staðið yfir í um 46 klukkustundir og ekki sér enn fyrir endann á henni. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að mynda varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Áhugaverð uppákoma varð á Alþingi í dag þegar alþingismenn tóku aftur til máls um fjárlög næsta árs eftir fundarhlé í hádeginu. Össur Skarphéðinsson , þingmaður Samfylkingar, tók fyrstur til máls eftir hlé og hafði staðið í ræðupúlti í um hálfa klukkustund og skotið hart á stjórnarflokkana áður en formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, ákvað að skerast í leikinn. Össur hafði þá skömmu áður mært verk fyrri ríkisstjórnar og sagt Sjálfstæðismenn vera „skíthræddasta“ við Steingrím J. Sigfússon. „Vegna þess að þeir hafa ekki þorað að koma hér og reyna að hrekja eitt einasta orð af því sem að hann var að segja hér um það sem verk fyrri ríkisstjórnar – enda er það ekki hægt. Nú er einfaldlega búið að klappa það í stein, ríkisreikninga þriggja ára,“ sagði Össur og bætti við: „Þannig að það er sama þó að menn flýi hér í felur í afherbergi og leiti skjóls undir pilsfaldi háttvirts formanns fjárlaganefndar, þeir geta ekki flúið þá staðreynd að svona var þetta eins og lýst var. Ég ætla bara að taka dæmi af sjálfum mér, herra forseti,“ sagði Össur en þá gekk Vigdís framfyrir pontuna og spurði Össur: „Má bjóða þér undir pilsfaldinn?“ Össur fipaðist þá eilítið, áður en hann svaraði: „Ég er smekkmaður, ég er smekkmaður,“ og hélt því næst áfram með ræðuna. Orðaskiptin má sjá í myndbandinu hér að ofan þegar um 30 mínútur eru liðnar af ræðu Össurar. Þingfundi var slitið á sjöunda tímanum í kvöld og hefur umræðu um fjárlög verið frestað. Næsti þingfundur hefur verið boðaður á mánudag klukkan 10:30. Önnur umræða um fjárlög hefur nú staðið yfir í um 46 klukkustundir og ekki sér enn fyrir endann á henni. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að mynda varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira