Innlent

Einn alvarlega slasaður eftir bílslys á Suðurlandsvegi

Bjarki Ármannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Frá Suðurlandsvegi.
Frá Suðurlandsvegi.
Einn er alvarlega slasaður eftir að tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi, við Gunnarshólma austan Reykjavíkur, á fimmta tímanum í dag.

Tvær dælubílar og fjórir sjúkrabílar voru sendir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuborgarsvæðinu voru þrír í bílunum og búið er að flytja þá alla á sjúkrahús, þar af er einn alvarlega slasaður.

Beita þurfti klippum til að ná hinum slösuðu úr bílunum. Loka þurfti fyrir umferð á Suðurlandsvegi á meðan björgunaraðilar athöfnuðu sig en nú er búið að opna fyrir umferð á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×