Innlent

Ungmennaráð í Árborg vill verjast ungmennadrykkju

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ungmennaráð vill verjast áfengisdrykkju.
Ungmennaráð vill verjast áfengisdrykkju. Fréttablaðið/AFP
Ungmennaráð Árborgar vill að sveitarfélagið leggi áherslu á að viðburðir fyrir ungmenni verði til staðar á bæjarhátíðum. Undanfarin ár hafi ekki verið mikið um viðburði fyrir aldurshópana 14 til 16 ára og 16 til 18 ára á bæjarhátíðum.

„Það er góð forvörn að hafa viðburði fyrir þennan aldurshóp á bæjarhátíðum. Það dregur úr heimilissamkvæmum og þar með eykur öryggi, kemur í veg fyrir óvæntar uppákomur og dregur úr áfengisnotkun. Til að mynda má setja þá kröfu á aðstandendur bæjarhátíða að ungmenni á þessum aldri skuli koma að undirbúningi og framkvæmd hátíða,“ segir ungmennaráðið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×