Innlent

Ekki krafa um veitingar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Egilsbúð er í Neskaupstað.
Egilsbúð er í Neskaupstað. vísir/gva
Ekki verður gerð krafa um að sá sem tekur við rekstri gamla félagsheimilisins Egilsbúðar í Neskaupstað haldi þar úti veitingasölu. Núverandi rekstraraðili hefur hætt matsölu í hádeginu vegna dræmrar aðsóknar að því er kemur fram í minnisblaði sem bæjarstjórinn lagði fyrir bæjarráð Fjarðabyggðar.

Bæjarstjórinn segir að með öflugri starfsemi megi hefja Egilsbúð aftur til vegs og virðingar. „Því er lagt til að vægi hugmynda um samkomuhald í samningskaupalýsingu vegi þyngra en verðþáttur í endanlegu mati á þeim rekstraraðila sem verður fyrir valinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×