Sveinarnir hafa komið og hitt börnin í 27 ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. desember 2015 08:00 Giljagaur heimsótti Þjóðminjasafnið í gær. Hann var klæddur í þjóðlegu fötunum sínum en ekki í rauðu sparifötunum. MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ „Alvöru jólasveinarnir koma á hverjum degi til okkar fram að jólum. Þeir koma alltaf klukkan ellefu þegar þeir eru búnir að gefa í skóinn,“ segir Helga Vollertsen, safnfræðslufulltrúi á Þjóðminjasafni Íslands en gömlu íslensku jólasveinarnir heimsækja safnið á hverjum degi síðustu þrettán daga fyrir jól, einn í einu. Árið 1988 bauð Þjóðminjasafn Íslands jólasveinunum í fyrsta skipti formlega í heimsókn fyrir jólin. Síðan þá hafa þeir verið fastagestir í desember og heimsækja nú safnið 27. árið í röð. „Í dag kemur Stúfur til okkur en í gær kom Giljagaur. Þeir eru rosalega skemmtilegir allir og segja börnum og foreldrum þeirra skemmtilegar sögur af sér. Þá útskýra þeir líka hvaðan nöfn þeirra eru komin,“ segir Helga og bætir því við að jólasveinarnir eigi frekar erfitt með að átta sig á tæknivæddri nútímaveröld og finnist gott að koma í Þjóðminjasafnið. „Stekkjastaur útskýrði fyrir börnunum hvað hann væri hissa að sjá mjólk í kassa á Íslandi í dag. Áður fyrr reyndi hann oft að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum til að fá mjólk.“ Að sögn Helgu koma um þrjú hundruð manns á hverjum degi í Þjóðminjasafnið í þeim tilgangi að hitta jólasveinana. Hún býst ekki við öðru en að aðsóknin haldist fram að jólum. „Nú þegar þetta hefur staðið yfir í 27 ár þá er gaman að fylgjast með foreldrum sem komu í Þjóðminjasafnið að hitta jólasveinana sem börn, koma með börnin sín að hitta þá. Fólki finnst þetta greinilega mjög skemmtilegt,“ segir Helga. Jólasveinarnir eru klæddir í þjóðlegu fötunum sínum en ekki í rauðu sparifötunum. Að sögn starfsfólks reyna þeir að krækja sér í það sem þá langar helst í enda eiga þeir það enn til að vera svolítið þjófóttir þó þeir séu hin vænstu skinn. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Alvöru jólasveinarnir koma á hverjum degi til okkar fram að jólum. Þeir koma alltaf klukkan ellefu þegar þeir eru búnir að gefa í skóinn,“ segir Helga Vollertsen, safnfræðslufulltrúi á Þjóðminjasafni Íslands en gömlu íslensku jólasveinarnir heimsækja safnið á hverjum degi síðustu þrettán daga fyrir jól, einn í einu. Árið 1988 bauð Þjóðminjasafn Íslands jólasveinunum í fyrsta skipti formlega í heimsókn fyrir jólin. Síðan þá hafa þeir verið fastagestir í desember og heimsækja nú safnið 27. árið í röð. „Í dag kemur Stúfur til okkur en í gær kom Giljagaur. Þeir eru rosalega skemmtilegir allir og segja börnum og foreldrum þeirra skemmtilegar sögur af sér. Þá útskýra þeir líka hvaðan nöfn þeirra eru komin,“ segir Helga og bætir því við að jólasveinarnir eigi frekar erfitt með að átta sig á tæknivæddri nútímaveröld og finnist gott að koma í Þjóðminjasafnið. „Stekkjastaur útskýrði fyrir börnunum hvað hann væri hissa að sjá mjólk í kassa á Íslandi í dag. Áður fyrr reyndi hann oft að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum til að fá mjólk.“ Að sögn Helgu koma um þrjú hundruð manns á hverjum degi í Þjóðminjasafnið í þeim tilgangi að hitta jólasveinana. Hún býst ekki við öðru en að aðsóknin haldist fram að jólum. „Nú þegar þetta hefur staðið yfir í 27 ár þá er gaman að fylgjast með foreldrum sem komu í Þjóðminjasafnið að hitta jólasveinana sem börn, koma með börnin sín að hitta þá. Fólki finnst þetta greinilega mjög skemmtilegt,“ segir Helga. Jólasveinarnir eru klæddir í þjóðlegu fötunum sínum en ekki í rauðu sparifötunum. Að sögn starfsfólks reyna þeir að krækja sér í það sem þá langar helst í enda eiga þeir það enn til að vera svolítið þjófóttir þó þeir séu hin vænstu skinn.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira