Sveinarnir hafa komið og hitt börnin í 27 ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. desember 2015 08:00 Giljagaur heimsótti Þjóðminjasafnið í gær. Hann var klæddur í þjóðlegu fötunum sínum en ekki í rauðu sparifötunum. MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ „Alvöru jólasveinarnir koma á hverjum degi til okkar fram að jólum. Þeir koma alltaf klukkan ellefu þegar þeir eru búnir að gefa í skóinn,“ segir Helga Vollertsen, safnfræðslufulltrúi á Þjóðminjasafni Íslands en gömlu íslensku jólasveinarnir heimsækja safnið á hverjum degi síðustu þrettán daga fyrir jól, einn í einu. Árið 1988 bauð Þjóðminjasafn Íslands jólasveinunum í fyrsta skipti formlega í heimsókn fyrir jólin. Síðan þá hafa þeir verið fastagestir í desember og heimsækja nú safnið 27. árið í röð. „Í dag kemur Stúfur til okkur en í gær kom Giljagaur. Þeir eru rosalega skemmtilegir allir og segja börnum og foreldrum þeirra skemmtilegar sögur af sér. Þá útskýra þeir líka hvaðan nöfn þeirra eru komin,“ segir Helga og bætir því við að jólasveinarnir eigi frekar erfitt með að átta sig á tæknivæddri nútímaveröld og finnist gott að koma í Þjóðminjasafnið. „Stekkjastaur útskýrði fyrir börnunum hvað hann væri hissa að sjá mjólk í kassa á Íslandi í dag. Áður fyrr reyndi hann oft að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum til að fá mjólk.“ Að sögn Helgu koma um þrjú hundruð manns á hverjum degi í Þjóðminjasafnið í þeim tilgangi að hitta jólasveinana. Hún býst ekki við öðru en að aðsóknin haldist fram að jólum. „Nú þegar þetta hefur staðið yfir í 27 ár þá er gaman að fylgjast með foreldrum sem komu í Þjóðminjasafnið að hitta jólasveinana sem börn, koma með börnin sín að hitta þá. Fólki finnst þetta greinilega mjög skemmtilegt,“ segir Helga. Jólasveinarnir eru klæddir í þjóðlegu fötunum sínum en ekki í rauðu sparifötunum. Að sögn starfsfólks reyna þeir að krækja sér í það sem þá langar helst í enda eiga þeir það enn til að vera svolítið þjófóttir þó þeir séu hin vænstu skinn. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Alvöru jólasveinarnir koma á hverjum degi til okkar fram að jólum. Þeir koma alltaf klukkan ellefu þegar þeir eru búnir að gefa í skóinn,“ segir Helga Vollertsen, safnfræðslufulltrúi á Þjóðminjasafni Íslands en gömlu íslensku jólasveinarnir heimsækja safnið á hverjum degi síðustu þrettán daga fyrir jól, einn í einu. Árið 1988 bauð Þjóðminjasafn Íslands jólasveinunum í fyrsta skipti formlega í heimsókn fyrir jólin. Síðan þá hafa þeir verið fastagestir í desember og heimsækja nú safnið 27. árið í röð. „Í dag kemur Stúfur til okkur en í gær kom Giljagaur. Þeir eru rosalega skemmtilegir allir og segja börnum og foreldrum þeirra skemmtilegar sögur af sér. Þá útskýra þeir líka hvaðan nöfn þeirra eru komin,“ segir Helga og bætir því við að jólasveinarnir eigi frekar erfitt með að átta sig á tæknivæddri nútímaveröld og finnist gott að koma í Þjóðminjasafnið. „Stekkjastaur útskýrði fyrir börnunum hvað hann væri hissa að sjá mjólk í kassa á Íslandi í dag. Áður fyrr reyndi hann oft að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum til að fá mjólk.“ Að sögn Helgu koma um þrjú hundruð manns á hverjum degi í Þjóðminjasafnið í þeim tilgangi að hitta jólasveinana. Hún býst ekki við öðru en að aðsóknin haldist fram að jólum. „Nú þegar þetta hefur staðið yfir í 27 ár þá er gaman að fylgjast með foreldrum sem komu í Þjóðminjasafnið að hitta jólasveinana sem börn, koma með börnin sín að hitta þá. Fólki finnst þetta greinilega mjög skemmtilegt,“ segir Helga. Jólasveinarnir eru klæddir í þjóðlegu fötunum sínum en ekki í rauðu sparifötunum. Að sögn starfsfólks reyna þeir að krækja sér í það sem þá langar helst í enda eiga þeir það enn til að vera svolítið þjófóttir þó þeir séu hin vænstu skinn.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira