Innlent

Banaslys á Suðurlandsvegi

Gissur Sigurðsson skrifar
Þrír voru í bílunum tveimur.
Þrír voru í bílunum tveimur.
Roskinn karlmaður lést í bílslysi á Suðurlandsvegi, á móts við Gunnarshólma, skammt utan Reykjavíkur síðdegis í gær, og tvennt slasaðist þegar tveir bílar skullu þar saman.

Beita þurfti klippum til að ná fólkinu út úr bílflökunum og var það þegar flutt á slysadeild Landspítalans.

Miklar umferðartafir urðu á meðan björgunarmenn og rannsakendur unnu sín störf á vettvangi. Tveir dælubílar og fjórir sjúkrabílar voru sendir á vettvang.

Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem komust af og tildrög slyssins liggja ekki fyrir.

Það sem af er árinu hafa 13 manns farist í umferðarslysum á landinu, samanborið við fjóra á sama tíma í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×