Innlent

Ökuréttindalaus stal bifreið í Skipholti og keyrði um vímaður og vopnaður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglustöðin í Kópavogi.
Lögreglustöðin í Kópavogi. vísir
Lögreglan fékk tilkynningu í gærkvöldi um að bifreið hafði verið stolið við Skipholt í Reykjavík á tíunda tímanum.

Hófst þá nokkur leit að umræddu ökutæki og hafði lögreglan erindi sem erfiði um einni og hálfri klukkustund síðar.

Ungur maður var þá handtekinn laust fyrir klukkan ellefu er hann ók bifreiðinni í Breiðholti – og það undir áhrifum fíkniefna.

Við nánari grennslan kom í ljós að maðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi, var búinn vopnum og fíkniefnum.

Til að bæta gráu ofan á svart kom upp úr krafsinu að maðurinn var einnig á reynslulausn. Því var hann vistaður í fangageymslu í nótt og mál hans er nú rannsakað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×