Innlent

Rúnar Helgi skipaður forstöðumaður Fjölmenningarseturs

Bjarki Ármannsson skrifar
Rúnar Helgi Haraldsson hefur starfað sem settur forstöðumaður frá 1. desember.
Rúnar Helgi Haraldsson hefur starfað sem settur forstöðumaður frá 1. desember.
Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað Rúnar Helga Haraldsson forstöðumann Fjölmenningarseturs til fimm ára. Rúnar Helgi hefur starfað sem settur forstöðumaður frá 1. desember.

Rúnar Helgi er mannfræðingur og kennari að mennt. Hann útskrifaðist með meistaraprófsgráðu í heilbrigðismannfræði frá SOAS háskólanum í London og stundaði auk þess diplómanám í geðmeðferðarfræði við háskólann í Sheffield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×