Innlent

Nafn mannsins sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn var einhleypur og lætur eftir sig uppkominn son.
Maðurinn var einhleypur og lætur eftir sig uppkominn son.

Maðurinn sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í gær hét Árni Grétar Árnason. Hann var 81 árs gamall maður, fæddur 23. júní árið 1934, frá Hveragerði. Hann var einhleypur og lætur eftir sig einn upp kominn son.

Slysið var sem fyrr segir á Suðurlandsvegi, til móts við Gunnarshólma, skammt utan Reykjavíkur, og fer lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með rannsókn á tildrögum slyssins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira