Innlent

Aldrei fleiri fluttir með sjúkraflugi fyrir norðan

Bjarki Ármannsson skrifar
Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs Akureyrar og flugmenn Mýflugs fluttu í síðustu viku 600. sjúklinginn á þessu ári.
Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs Akureyrar og flugmenn Mýflugs fluttu í síðustu viku 600. sjúklinginn á þessu ári. Vísir/Pjetur
Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs Akureyrar og flugmenn Mýflugs fluttu í síðustu viku 600. sjúklinginn á þessu ári. Í frétt á vef slökkviliðsins segir að þetta sé nýtt met og töluverð aukning frá fyrri árum.

Árið 2014 var metár í þessum efnum, en þá voru alls fluttir 560 sjúklingar í 538 flugferðum. Á þessu ári hafa flugferðirnar alls verið 556.

„Helmingur sjúkrafluganna er svokallaður forgangsflutningur þar sem sjúklingur þarf að komast með hraði á sjúkrastofnun með hærra þjónustustig,“ segir í fréttinni. „Í alvarlegustu tilfellunum fer læknir frá Sjúkrahúsi Akureyrar með en slíkt á við í um þriðjungi tilfella.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×