Innlent

Nokkuð um umferðaróhöpp í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Harður árekstur varð nærri verslunarhúsnæði Hagkaups í Garðabæ á þriðja tímanum í dag.
Harður árekstur varð nærri verslunarhúsnæði Hagkaups í Garðabæ á þriðja tímanum í dag. vísir
Tvö umferðaróhöpp áttu sér stað í Grafarvogi síðdegis með skömmu millibili. Hið fyrra á gatnamótunum við Hallsveg klukkan rúmlega fjögur þegar tveir bílar skullu saman. Lögregla og sjúkrabíll voru send á vettvang, en engan sakaði alvarlega. Þá hafnaði bifreið utanvega á Höfðabakka um hálftíma síðar, en ökumann sakaði ekki alvarlega.



Við Litlatún í Garðabæ
 varð jafnframt harður árekstur þegar fólksbíll og jepplingur lentu saman með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi fór á hliðina. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu urðu ekki alvarleg slys á fólki.

Þá varð umferðaróhapp á Nýbýlavegi í Kópavogi klukkan hálf fimm í dag, samkvæmt dagbók lögreglu, en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×