Innlent

Í Eyjum er stefnt að sorpbrennslu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Starfshópur um framtíðarlausn í sorpmálum í Vestmannaeyjum telur vænlegast að byggja nýja sorpbrennslu.

„Samt sem áður verði haldið áfram með núverandi flokkun og skilun en með því má minnka það magn sem þarf til brennslu og þar með minnka rekstrar- og stofnkostnað,“ segir um tillögu starfshópsins sem rædd var í framkvæmda- og hafnarráði Vestmannaeyja í síðustu viku.

Ráðið sagðist taka undir að vænlegasti kosturinn sé að „skoða til hlítar kaup og rekstur á sorpbrennslustöð“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×