Rann til í hálku og fær skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2015 11:42 Konan rann til í hálku við vinnu sína. Myndin er úr safni. Vísir/Stefán Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar á Blönduósi hefur verið dæmd til að greiða konu á fimmtugsaldri á fimmtu milljón króna í bætur vegna slyss sem hún varð fyrir við vinnu síðla árs 2012. Konan starfaði við að leiðbeina viðskiptavinum við losun á mismunandi tegundum af sorpi. Hún hafði unnið umrædda vinnu í nokkrar vikur og hafði nýlokið við að aðstoða viðskiptavin þegar hún, að eigin sögn, rann til í hálku og slasaði sig. Engin vitni urðu að slysinu en ekkert bendir til annars en að hún hafi runnið í hálkunni. Konan var send til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Fyrir liggur að hált var á planinu og hafði verkstjóri ætlað að ná í sand til að bera á planið í þeim tilgangi að hálkuverja það. Fyrir dómi deildu konan og fyrirtækið um það að hversu miklu leyti fyrirtækið bar ábyrgð á óhappi konunnar sem hlaut 15 prósent örorku vegna slyssins. Dómurinn féllst á kröfu konunnar um bætur að tveimur þriðju en taldi hana þurfa að bera ábyrgð á þriðjungi tjóns síns sjálf. Það væri vegna þess að henni átti ekki að geta dulist að hált væri og hún hefði því átt að sýna ýtrustu aðgæslu er hún gekk um planið. Konan fór fram á rúmar sjö milljónir króna í bætur en sorpfyrirtækið var dæmt til að greiða henni 4,7 milljónir króna. Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar á Blönduósi hefur verið dæmd til að greiða konu á fimmtugsaldri á fimmtu milljón króna í bætur vegna slyss sem hún varð fyrir við vinnu síðla árs 2012. Konan starfaði við að leiðbeina viðskiptavinum við losun á mismunandi tegundum af sorpi. Hún hafði unnið umrædda vinnu í nokkrar vikur og hafði nýlokið við að aðstoða viðskiptavin þegar hún, að eigin sögn, rann til í hálku og slasaði sig. Engin vitni urðu að slysinu en ekkert bendir til annars en að hún hafi runnið í hálkunni. Konan var send til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Fyrir liggur að hált var á planinu og hafði verkstjóri ætlað að ná í sand til að bera á planið í þeim tilgangi að hálkuverja það. Fyrir dómi deildu konan og fyrirtækið um það að hversu miklu leyti fyrirtækið bar ábyrgð á óhappi konunnar sem hlaut 15 prósent örorku vegna slyssins. Dómurinn féllst á kröfu konunnar um bætur að tveimur þriðju en taldi hana þurfa að bera ábyrgð á þriðjungi tjóns síns sjálf. Það væri vegna þess að henni átti ekki að geta dulist að hált væri og hún hefði því átt að sýna ýtrustu aðgæslu er hún gekk um planið. Konan fór fram á rúmar sjö milljónir króna í bætur en sorpfyrirtækið var dæmt til að greiða henni 4,7 milljónir króna. Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira