Innlent

Bein útsending: „Styðjum Kevi og Arjan“

Von er á fjölmenni á samstöðufund á Austurvelli klukkan 17 þar sem fundargestir ætla að sýna samstöðu og stuðning við unga albanska drengi og fjölskyldur þeirra.

Meðal ræðumanna á samkomunni verða Katrín Jakobsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir og fleiri. Þá verður boðið upp á tónlistaratriði þar sem Lay Low og Magga Stína koma meðal annars fram.

Rætt var við skipuleggjandann, hina fimmtán ára Unu Maríu Óðinsdóttur, á Vísi fyrr í dag.

Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og hefst útsendingin klukkan 17.

Uppfært:

Beinu útsendingunni er lokið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×