Innlent

Ógilda stækkun á Grettisgötu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Íbúar á Grettisgötu kærðu byggingarleyfi nágranna til úrskurðarnefndar.
Íbúar á Grettisgötu kærðu byggingarleyfi nágranna til úrskurðarnefndar. vísir/stefán
Leyfi sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti fyrir hækkun húss og viðbyggingu á Grettisgötu 41 hefur verið fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Framkvæmdirnar, sem voru heimilaðar í sumar, mættu mikilli andstöðu íbúa á Grettisgötu og bárust kærur úr tólf húsum. Úrskurðarnefndin vísaði reyndar níu þeirra frá þar sem viðkomandi töldust ekki eiga hagsmuni í málinu. Niðurstaðan er engu að síður sú að nýtingarhlutfall lóðarinnar færi með breytingunni upp í 0,78 og þar með út fyrir ramma deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfallið sé 0,65 að hámarki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×