Innlent

Hreyfing gefur þéttari heilavef

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Mælt er með röskum göngutúr til að efla heilastarfið.
Mælt er með röskum göngutúr til að efla heilastarfið. vísir/stefán
Nýleg rannsókn sem byggist á gögnum úr öldrunarrannsókn Hjartaverndar sýnir að eldra fólk sem hreyfir sig lítið eða er í mikilli kyrrsetu mælist með rýrari heila.

Niðurstöðurnar renna stoðum undir fjölda rannsókna sem sýnt hafa fram á jákvæð og verndandi áhrif hreyfingar á heilann og hún geti minnkað líkur á sjúkdómum sem tengjast vitsmunagetu. Frá þessu er greint á fræðisíðunni Heilsan okkar.

Rannsóknin er byggð á gögnum frá 352 einstaklingum þar sem magn gráa og hvíta efnis heilans var metið tvisvar sinnum með fimm ára millibili og hreyfing mæld með hreyfimælum við seinna matið.

Samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættisins er mælt með að eldra fólk stundi miðlungserfiða hreyfingu í að minnsta kosti þrjátíu mínútur daglega. Þeim tíma sem varið er í hreyfingu má þó skipta í nokkur styttri tímabil yfir daginn. Dæmi um miðlungserfiða hreyfingu eru röskleg ganga, erfið heimilisverk og garðvinna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×