Hópur áhugafólks vill náttúrusýningu í Perlunni Ingvar Haraldsson skrifar 16. desember 2015 07:00 Helga Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Perluvina, segir Jóhannes Kjarval hafa viðrað hugmyndina um náttúrusafn í Öskjuhlíð árið 1930. vísir/anton brink Búið er að stofna hlutafélag, Perluvinir ehf., sem hefur það að markmiði að koma á fót náttúrusýningu í Perlunni. Að félaginu stendur hópur áhugafólks um að koma upp slíkri sýningu að sögn Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Viðræður Reykjavíkurborgar og Náttúruminjasafns Íslands sem stóðu síðustu tvö ár um að koma á fót slíkri sýningu hafa siglt í strand. Í nóvember samþykkti borgarráð að Reykjavíkurborg, í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag, auglýsti eftir nýjum aðilum til að koma á slíkri sýningu. Helga segir að félagið muni óska eftir að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu þegar Reykjavíkurborg auglýsi það formlega. Perluvinir eru orðnir 67 og hafa lagt 4,4 milljónir króna í hlutafé til félagsins. Helga segir að áhugasamir geti komið að verkefninu en félagið hefur sett sér það markmið að safna tíu milljónum króna til að standa straum af frumhönnun á náttúrusýningu í Perlunni og gerð viðskiptaáætlunar. „Við erum öllum opin og hvetjum fólk til að gerast meðlimir í félaginu.“ Hver hlutur kostar 25 þúsund krónur. Helga segir hugmyndina um náttúrusafn í Öskjuhlíð nær aldargamla. Jóhannes Kjarval hafi talað fyrir þessum möguleika í bók sinni Grjót sem kom út árið 1930. „Hann hafði hugmyndir um að byggja musteri í Öskjuhlíðinni sem tengdi manninn og náttúruna.“ Hún segir ekki liggja fyrir á þessu stigi hvernig sýningin yrði uppbyggð. „Það verður reynt að höfða til sem flestra, bæði erlendra og innlendra gesta, þannig að sem flestir fái að tengjast og upplifa íslenska náttúru. Draumurinn er að Öskjuhlíðin öll verði að náttúruparadís sem hún getur svo hæglega orðið,“ segir Helga. Ljóst sé að fjöldi sérfræðinga þurfi að koma að hönnun slíkrar sýningar. „Við viljum gæta gæða í framsetningu og fræðilegum grunni á svona sýningu.“ Menning Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Búið er að stofna hlutafélag, Perluvinir ehf., sem hefur það að markmiði að koma á fót náttúrusýningu í Perlunni. Að félaginu stendur hópur áhugafólks um að koma upp slíkri sýningu að sögn Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Viðræður Reykjavíkurborgar og Náttúruminjasafns Íslands sem stóðu síðustu tvö ár um að koma á fót slíkri sýningu hafa siglt í strand. Í nóvember samþykkti borgarráð að Reykjavíkurborg, í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag, auglýsti eftir nýjum aðilum til að koma á slíkri sýningu. Helga segir að félagið muni óska eftir að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu þegar Reykjavíkurborg auglýsi það formlega. Perluvinir eru orðnir 67 og hafa lagt 4,4 milljónir króna í hlutafé til félagsins. Helga segir að áhugasamir geti komið að verkefninu en félagið hefur sett sér það markmið að safna tíu milljónum króna til að standa straum af frumhönnun á náttúrusýningu í Perlunni og gerð viðskiptaáætlunar. „Við erum öllum opin og hvetjum fólk til að gerast meðlimir í félaginu.“ Hver hlutur kostar 25 þúsund krónur. Helga segir hugmyndina um náttúrusafn í Öskjuhlíð nær aldargamla. Jóhannes Kjarval hafi talað fyrir þessum möguleika í bók sinni Grjót sem kom út árið 1930. „Hann hafði hugmyndir um að byggja musteri í Öskjuhlíðinni sem tengdi manninn og náttúruna.“ Hún segir ekki liggja fyrir á þessu stigi hvernig sýningin yrði uppbyggð. „Það verður reynt að höfða til sem flestra, bæði erlendra og innlendra gesta, þannig að sem flestir fái að tengjast og upplifa íslenska náttúru. Draumurinn er að Öskjuhlíðin öll verði að náttúruparadís sem hún getur svo hæglega orðið,“ segir Helga. Ljóst sé að fjöldi sérfræðinga þurfi að koma að hönnun slíkrar sýningar. „Við viljum gæta gæða í framsetningu og fræðilegum grunni á svona sýningu.“
Menning Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira