Primera Air dæmt til að greiða farþegum 400 evrur vegna seinkunar Bjarki Ármannsson skrifar 15. desember 2015 23:09 Flugfélagið Primera Air þarf að greiða tveimur farþegum flugferðar frá Tenerife til Keflavíkur í ágúst síðastliðnum, sem seinkaðist verulega, 400 evrur hvorum samkvæmt úrskurði Samgöngustofu. Allar líkur eru á að fleiri farþegum verði dæmdar bætur.Ferð sem átti að taka fimm klukkustundir tók rúman sólarhring Flugferðin sem um ræðir var farin þann 26. ágúst síðastliðinn og vakti þónokkra athygli í fjölmiðlum. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur, sem alla jafna tekur fimm klukkustundir, tók alls rúman sólarhring. Vélinni seinkaði frá Tenerife og millilenti svo á Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem farþegar þurftu að dvelja um nóttina. Farþegarnir 150 sem voru í vélinni fengu tölvupóst í október frá Primera Air þar sem flugfélagið sagðist ekki telja sig þurfa að greiða bætur vegna seinkunarinnar þar sem hún hafi verið vegna ófyrirséðra veðurskilyrða og þannig utan valdsviðs félagsins.Samgöngustofa féllst ekki á það og telur að greiða eigi farþegunum 400 evrur samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og –ráðsins um skaðabætur og aðstoð til flugfarþega.Sjá einnig: „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Úrskurðurinn er sá eini sem birtur hefur verið á netinu en samkvæmt heimildum Vísis hafa fleiri farþegar sem kvörtuðu til Samgöngustofu fengið svar um að Primera Air beri að greiða þeim sömu bætur. Þá eru fleiri sem hyggjast senda Samgöngustofu erindi vegna þessa úrskurðar.Ekki sýnt fram á að félagið hafi gert allar nauðsynlegar ráðstafanir Í bréfi Primera Air til farþega segir að óhagstætt veðurfar umræddan dag hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið og millilenda á Írlandi. Farþegunum var tilkynnt við brottför frá Spáni að þar tæki um tuttugu mínútur að taka eldsneyti. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem í ljós kom að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Sú ákvörðun var því tekin að koma farþegunum fyrir á hóteli um nóttina á kostnað félagsins. Í úrskurði Samgöngustofu segir að seinkun á heimkomu flugsins geti ekki fallið undir óviðráðanlegar aðstæður þar sem Primera Air hafi ekki sýnt fram á að félagið hafi viðhaft allar nauðsynlegar ráðstafanir þannig að vélin gæti lent í Keflavík áður en leyfilegum vinnutíma áhafnar lauk. Tvö atvik á ábyrgð félagins hafi orðið til þess að áhöfnin rann út á tíma, annars vegar fimmtíu mínútna töf á Tenerife þar sem endurskipuleggja þurfti heimflugið og hins vegar óútskýrð töf á Shannon frá því að lent var og dæling eldsneytis hófst. Sem fyrr segir voru farþegar um borð 150 og líklegt verður að teljast að þessi úrskurður Samgöngustofu sé fordæmisgefandi fyrir þá alla. Tengdar fréttir „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Flugfélagið Primera Air þarf að greiða tveimur farþegum flugferðar frá Tenerife til Keflavíkur í ágúst síðastliðnum, sem seinkaðist verulega, 400 evrur hvorum samkvæmt úrskurði Samgöngustofu. Allar líkur eru á að fleiri farþegum verði dæmdar bætur.Ferð sem átti að taka fimm klukkustundir tók rúman sólarhring Flugferðin sem um ræðir var farin þann 26. ágúst síðastliðinn og vakti þónokkra athygli í fjölmiðlum. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur, sem alla jafna tekur fimm klukkustundir, tók alls rúman sólarhring. Vélinni seinkaði frá Tenerife og millilenti svo á Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem farþegar þurftu að dvelja um nóttina. Farþegarnir 150 sem voru í vélinni fengu tölvupóst í október frá Primera Air þar sem flugfélagið sagðist ekki telja sig þurfa að greiða bætur vegna seinkunarinnar þar sem hún hafi verið vegna ófyrirséðra veðurskilyrða og þannig utan valdsviðs félagsins.Samgöngustofa féllst ekki á það og telur að greiða eigi farþegunum 400 evrur samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og –ráðsins um skaðabætur og aðstoð til flugfarþega.Sjá einnig: „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Úrskurðurinn er sá eini sem birtur hefur verið á netinu en samkvæmt heimildum Vísis hafa fleiri farþegar sem kvörtuðu til Samgöngustofu fengið svar um að Primera Air beri að greiða þeim sömu bætur. Þá eru fleiri sem hyggjast senda Samgöngustofu erindi vegna þessa úrskurðar.Ekki sýnt fram á að félagið hafi gert allar nauðsynlegar ráðstafanir Í bréfi Primera Air til farþega segir að óhagstætt veðurfar umræddan dag hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið og millilenda á Írlandi. Farþegunum var tilkynnt við brottför frá Spáni að þar tæki um tuttugu mínútur að taka eldsneyti. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem í ljós kom að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Sú ákvörðun var því tekin að koma farþegunum fyrir á hóteli um nóttina á kostnað félagsins. Í úrskurði Samgöngustofu segir að seinkun á heimkomu flugsins geti ekki fallið undir óviðráðanlegar aðstæður þar sem Primera Air hafi ekki sýnt fram á að félagið hafi viðhaft allar nauðsynlegar ráðstafanir þannig að vélin gæti lent í Keflavík áður en leyfilegum vinnutíma áhafnar lauk. Tvö atvik á ábyrgð félagins hafi orðið til þess að áhöfnin rann út á tíma, annars vegar fimmtíu mínútna töf á Tenerife þar sem endurskipuleggja þurfti heimflugið og hins vegar óútskýrð töf á Shannon frá því að lent var og dæling eldsneytis hófst. Sem fyrr segir voru farþegar um borð 150 og líklegt verður að teljast að þessi úrskurður Samgöngustofu sé fordæmisgefandi fyrir þá alla.
Tengdar fréttir „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46
Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28
Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51