Innlent

Með fíkniefni fyrir milljónir í geymslu í Kórahverfinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan fann efnin við húsleit í apríl síðastliðnum.
Lögreglan fann efnin við húsleit í apríl síðastliðnum. Vísir/Hari
Embætti ríkissaksóknara hefur ákært tvo karlmenn fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í geymslu að Vallakór í Kópavogi haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni amfetamín, kókaín, kannabisefni og MDMA-töflur.

Má ætla að götuvirði efnanna nemi um fjórum milljónum króna en mennirnir, sem eru á þrítugs og fertugsaldri, voru með 600 MDMA-töflur, 98 grömm af kókaíni, 245 grömm af amfetamíni og 48 grömm af kannabisefnum.

Fann lögregla þennan varning við húsleit í apríl síðastliðnum en lögreglan fann einnig 6 fartölvur sem ríkissaksóknari segir í ákærunni að öðrum mannanna hafi verið það ljóst að tölvurnar voru þýfi. Þeim hafði verið stolið úr versluninni Tæknibæ.

Fer ríkissaksóknari fram á að mennirnir verði dæmdir til refsingar og alls sakarkostnaðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×