Lífið

„Ef þú sæir mig pabbi þá myndirðu skammast þín því ég er ofurölvi“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Þegar ég verð orðin sextán ára, munu nokkrir strákar hafa stungið hönd sinni innan á buxurnar mínar þegar ég verð svo full að ég get varla staðið í lappirnar.“
„Þegar ég verð orðin sextán ára, munu nokkrir strákar hafa stungið hönd sinni innan á buxurnar mínar þegar ég verð svo full að ég get varla staðið í lappirnar.“ Skjáskot úr myndbandinu
Ein af hverjum þremur konum í heiminum mun verða fyrir líkamsárás eða kynferðisbroti á ævi sinni, yfirleitt af hendi karlkynsmaka. Það kemur fram í tölfræði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Í nýju myndbandi Care Norway er reynt að ná til feðra um heim allan , núverandi og verðandi, og þeir beðnir um að taka virkan þátt í baráttunni gegn ofbeldi gagnvart konum. Að þeir taki skýra afstöðu og sýni ekkert umburðarlyndi gagnvart ósæmilegri hegðun kynbræðra sinna.

Myndbandið er frá sjónarhorni stelpu sem bíður þess að fæðast sem fer yfir erfiðleika sem töluverðar líkur eru á að stelpur og konur muni þurfa að glíma við á lífsleiðinni.

„Ég mun fæðast stelpa sem þýðir að þegar ég verð fjórtán ára verða strákarnir í bekknum mínir búnir að kalla mig hóru, tík, kuntu og öðrum nöfnum. Það er auðvitað bara grín, eitthvað sem strákar gera. Þú munt ekki hafa áhyggjur af því og ég mun skilja það,“ segir stúlkan í skilaboðum til pabba síns.

„Kannski gerðir þú þetta líka þegar þú varst ungur. Ég er viss um að þú meintir ekkert með því. Samt, sumir aðrir munu ekki skilja brandarann.“

Myndbandið er svo sannarlega sláandi.
„Þegar ég verð orðin sextán ára, munu nokkrir strákar hafa stungið hönd sinni innan á buxurnar mínar þegar ég verð svo full að ég get varla staðið í lappirnar,“ segir stúlkan.

„Og þótt ég segi nei, þá hlæja þeir bara - það er fyndið, er það ekki? Ef þú sæir mig pabbi þá myndirðu skammast þín því ég er ofurölvi.“

Myndbandið heldur áfram á sama hátt en eins og svo oft áður segja myndir meira en mörg orð. Myndbandið má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.