Froðusnakk í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2015 19:17 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lét undan þrýstingi frá innlendum framleiðendum kartöflusnakks og hætti við að afnema tugprósenta toll á vörur frá erlendum framleiðendum svipaðrar vöru. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. Nasl ýmis konar sem flutt er inn til landsins ber 59 prósenta toll til að vernda innlenda framleiðslu sem framleidd er úr innfluttu kartöflumjöli. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar ætlaði að leggja til að að tollurinn á innfluttu vörunni yrði afnuminn um áramótin en tollurinn gefur ríkissjóði um 160 milljónir króna í tekjur á ári. Meirihluti nefndarinnar hætti svo við. Þetta reyndist því bara vera froðusnakk. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í efnahags- og viðskiptanefnd og hún sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. „Nei, mér fannst vera svo ágæt samstaða um um þessa breytingatillögu að ég sé ekki ástæðu til að falla frá henni,“ segir Sigríður. Hún leggur því fram sína eigin breytingartillögu við bandorminn svo kallaða um að tollaflokkur undir yfirskriftinni nasl verði afnuminn. „Að tollar á þær vörur falli úr 59 prósentum sem þeir eru í dag niður í núll,“ segir Sigríður. Engin ástæða sé til að vernda íslensku vöruna. „Nei, þetta er nú svo ljómandi gott að ég get ekki ímyndað mér annað en þetta sé samkeppnishæft við hvaða framleiðslu sem er. Enda er þetta í dag að keppa við kartöfluflögur sem bera engan toll ef þær koma frá Evrópusambandinu,“ segir Sigríður. Sem er samkvæmt sérstöku samkomulagi við Evrópusambandið en nasl sem kemur utan sambandsins ber hins vegar toll. Hvernig heyrist þér hljóðið vera í þínum samflokksmönnum. Heldur þú að þetta nái í gegn? „Þeir sem ég hef talað við eru mjög jákvæðir gagnvart þessu. Ég held að menn séu allir sammála um að það þarf að samræma þennan tollafrumskóg, sem svo sannarlega má kalla sem hvílir á þessum snakkvörum. Menn eru sammála um að einfalda það og að mínu viti eiga tollarnir á þessu að fara allt niður í núll eins og þeir eru nú þegar á suma vöru,“ segir Sigríður Á. Andersen. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lét undan þrýstingi frá innlendum framleiðendum kartöflusnakks og hætti við að afnema tugprósenta toll á vörur frá erlendum framleiðendum svipaðrar vöru. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. Nasl ýmis konar sem flutt er inn til landsins ber 59 prósenta toll til að vernda innlenda framleiðslu sem framleidd er úr innfluttu kartöflumjöli. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar ætlaði að leggja til að að tollurinn á innfluttu vörunni yrði afnuminn um áramótin en tollurinn gefur ríkissjóði um 160 milljónir króna í tekjur á ári. Meirihluti nefndarinnar hætti svo við. Þetta reyndist því bara vera froðusnakk. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í efnahags- og viðskiptanefnd og hún sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. „Nei, mér fannst vera svo ágæt samstaða um um þessa breytingatillögu að ég sé ekki ástæðu til að falla frá henni,“ segir Sigríður. Hún leggur því fram sína eigin breytingartillögu við bandorminn svo kallaða um að tollaflokkur undir yfirskriftinni nasl verði afnuminn. „Að tollar á þær vörur falli úr 59 prósentum sem þeir eru í dag niður í núll,“ segir Sigríður. Engin ástæða sé til að vernda íslensku vöruna. „Nei, þetta er nú svo ljómandi gott að ég get ekki ímyndað mér annað en þetta sé samkeppnishæft við hvaða framleiðslu sem er. Enda er þetta í dag að keppa við kartöfluflögur sem bera engan toll ef þær koma frá Evrópusambandinu,“ segir Sigríður. Sem er samkvæmt sérstöku samkomulagi við Evrópusambandið en nasl sem kemur utan sambandsins ber hins vegar toll. Hvernig heyrist þér hljóðið vera í þínum samflokksmönnum. Heldur þú að þetta nái í gegn? „Þeir sem ég hef talað við eru mjög jákvæðir gagnvart þessu. Ég held að menn séu allir sammála um að það þarf að samræma þennan tollafrumskóg, sem svo sannarlega má kalla sem hvílir á þessum snakkvörum. Menn eru sammála um að einfalda það og að mínu viti eiga tollarnir á þessu að fara allt niður í núll eins og þeir eru nú þegar á suma vöru,“ segir Sigríður Á. Andersen.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira