Froðusnakk í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2015 19:17 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lét undan þrýstingi frá innlendum framleiðendum kartöflusnakks og hætti við að afnema tugprósenta toll á vörur frá erlendum framleiðendum svipaðrar vöru. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. Nasl ýmis konar sem flutt er inn til landsins ber 59 prósenta toll til að vernda innlenda framleiðslu sem framleidd er úr innfluttu kartöflumjöli. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar ætlaði að leggja til að að tollurinn á innfluttu vörunni yrði afnuminn um áramótin en tollurinn gefur ríkissjóði um 160 milljónir króna í tekjur á ári. Meirihluti nefndarinnar hætti svo við. Þetta reyndist því bara vera froðusnakk. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í efnahags- og viðskiptanefnd og hún sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. „Nei, mér fannst vera svo ágæt samstaða um um þessa breytingatillögu að ég sé ekki ástæðu til að falla frá henni,“ segir Sigríður. Hún leggur því fram sína eigin breytingartillögu við bandorminn svo kallaða um að tollaflokkur undir yfirskriftinni nasl verði afnuminn. „Að tollar á þær vörur falli úr 59 prósentum sem þeir eru í dag niður í núll,“ segir Sigríður. Engin ástæða sé til að vernda íslensku vöruna. „Nei, þetta er nú svo ljómandi gott að ég get ekki ímyndað mér annað en þetta sé samkeppnishæft við hvaða framleiðslu sem er. Enda er þetta í dag að keppa við kartöfluflögur sem bera engan toll ef þær koma frá Evrópusambandinu,“ segir Sigríður. Sem er samkvæmt sérstöku samkomulagi við Evrópusambandið en nasl sem kemur utan sambandsins ber hins vegar toll. Hvernig heyrist þér hljóðið vera í þínum samflokksmönnum. Heldur þú að þetta nái í gegn? „Þeir sem ég hef talað við eru mjög jákvæðir gagnvart þessu. Ég held að menn séu allir sammála um að það þarf að samræma þennan tollafrumskóg, sem svo sannarlega má kalla sem hvílir á þessum snakkvörum. Menn eru sammála um að einfalda það og að mínu viti eiga tollarnir á þessu að fara allt niður í núll eins og þeir eru nú þegar á suma vöru,“ segir Sigríður Á. Andersen. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lét undan þrýstingi frá innlendum framleiðendum kartöflusnakks og hætti við að afnema tugprósenta toll á vörur frá erlendum framleiðendum svipaðrar vöru. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. Nasl ýmis konar sem flutt er inn til landsins ber 59 prósenta toll til að vernda innlenda framleiðslu sem framleidd er úr innfluttu kartöflumjöli. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar ætlaði að leggja til að að tollurinn á innfluttu vörunni yrði afnuminn um áramótin en tollurinn gefur ríkissjóði um 160 milljónir króna í tekjur á ári. Meirihluti nefndarinnar hætti svo við. Þetta reyndist því bara vera froðusnakk. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í efnahags- og viðskiptanefnd og hún sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. „Nei, mér fannst vera svo ágæt samstaða um um þessa breytingatillögu að ég sé ekki ástæðu til að falla frá henni,“ segir Sigríður. Hún leggur því fram sína eigin breytingartillögu við bandorminn svo kallaða um að tollaflokkur undir yfirskriftinni nasl verði afnuminn. „Að tollar á þær vörur falli úr 59 prósentum sem þeir eru í dag niður í núll,“ segir Sigríður. Engin ástæða sé til að vernda íslensku vöruna. „Nei, þetta er nú svo ljómandi gott að ég get ekki ímyndað mér annað en þetta sé samkeppnishæft við hvaða framleiðslu sem er. Enda er þetta í dag að keppa við kartöfluflögur sem bera engan toll ef þær koma frá Evrópusambandinu,“ segir Sigríður. Sem er samkvæmt sérstöku samkomulagi við Evrópusambandið en nasl sem kemur utan sambandsins ber hins vegar toll. Hvernig heyrist þér hljóðið vera í þínum samflokksmönnum. Heldur þú að þetta nái í gegn? „Þeir sem ég hef talað við eru mjög jákvæðir gagnvart þessu. Ég held að menn séu allir sammála um að það þarf að samræma þennan tollafrumskóg, sem svo sannarlega má kalla sem hvílir á þessum snakkvörum. Menn eru sammála um að einfalda það og að mínu viti eiga tollarnir á þessu að fara allt niður í núll eins og þeir eru nú þegar á suma vöru,“ segir Sigríður Á. Andersen.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira