Innlent

Lagði hald á 56 kannabisplöntur

Atli ísleifsson skrifar
Í dagbók lögreglu kemur fram að afskipti hafi verið höfð af nokkrum ökumönnum í nótt.
Í dagbók lögreglu kemur fram að afskipti hafi verið höfð af nokkrum ökumönnum í nótt. Vísir/GVA
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 56 kannabisplöntur í íbúð í gærkvöldi. Tveir aðilar voru handteknir og játaði annar þeirra að vera eigandi framleiðslunnar. Báðir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

Í dagbók lögreglu kemur fram að afskipti hafi verið höfð af nokkrum ökumönnum. Þannig var ungur ökumaður stöðvaður skömmu fyrir miðnætti þar sem aksturslag hans þótti athugavert. „Í ljós kom að ökumaðurinn var í aksturbanni, vegna punkta fjölda í ökuskírteinaskrá. Ökumanni gert að hætta akstri sem hann og gerði.“

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku, en hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×