Móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu: Léttir og viðurkenning að málinu var áfrýjað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2015 16:28 Lilja segist vonast til þess að málið fari vel og skilaboðin út í samfélagið verði á þá leið að það sem átti sér stað í íbúðinni í Breiðholti sé ekki leyfilegt. Allir verði að átta sig á því. „Við erum mjög sátt og okkur er bara létt,“ segir Lilja Björnsdóttir, móðir stúlku sem kærði fimm skólabræður sína fyrir hópnauðgun í maí í fyrra. Piltarnir voru allir sýknaðir af nauðgunarákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum en ríkissaksóknari ákvað í dag að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. „Sýknudómurinn var svolítið erfiður þótt það hafi verið búið að vara okkur við honum,“ segir Lilja í samtali við Vísi. „Þetta er viðurkenning á því að það er eitthvað á bak við þessa kæru.“ Lilja er þeirrar skoðunar að dómurinn hafi verið út í hött og verulega hallað á dóttur hennar við meðferð málsins. Það sem stutt hafi hennar frásögn hafi ekki verið tekið til greina.Einn ákærðu leiddur fyrir dómara eftir handtöku í maí 2014.Vísir/Daníel„Það voru lykilvitni sem breyttu framburði sínum og fleira þannig að maður var hálfgáttaður á þessu.“ Lilja segist vonast til þess að málið fari vel og skilaboðin út í samfélagið verði á þá leið að það sem átti sér stað í íbúðinni í Breiðholti sé ekki leyfilegt. Allir verði að átta sig á því.Í yfirlýsingu sem Lilja sendi Vísi í kjölfar þess að sýknudómur féll í héraði í nóvember lét hún þau orð falla að „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða.“ Hún segist standa við yfirlýsinguna. „Ef það eru fimm þá er það nauðgun og ofbeldi. Ég myndi vilja sjá kvenmann gefa sig fram sem vill hafa þetta svoleiðis.“Að neðan má sjá viðtal Snærósar Sindradóttur við Lilju fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 og Ísland í dag eftir að sýknudómurinn féll í héraði. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Við erum mjög sátt og okkur er bara létt,“ segir Lilja Björnsdóttir, móðir stúlku sem kærði fimm skólabræður sína fyrir hópnauðgun í maí í fyrra. Piltarnir voru allir sýknaðir af nauðgunarákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum en ríkissaksóknari ákvað í dag að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. „Sýknudómurinn var svolítið erfiður þótt það hafi verið búið að vara okkur við honum,“ segir Lilja í samtali við Vísi. „Þetta er viðurkenning á því að það er eitthvað á bak við þessa kæru.“ Lilja er þeirrar skoðunar að dómurinn hafi verið út í hött og verulega hallað á dóttur hennar við meðferð málsins. Það sem stutt hafi hennar frásögn hafi ekki verið tekið til greina.Einn ákærðu leiddur fyrir dómara eftir handtöku í maí 2014.Vísir/Daníel„Það voru lykilvitni sem breyttu framburði sínum og fleira þannig að maður var hálfgáttaður á þessu.“ Lilja segist vonast til þess að málið fari vel og skilaboðin út í samfélagið verði á þá leið að það sem átti sér stað í íbúðinni í Breiðholti sé ekki leyfilegt. Allir verði að átta sig á því.Í yfirlýsingu sem Lilja sendi Vísi í kjölfar þess að sýknudómur féll í héraði í nóvember lét hún þau orð falla að „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða.“ Hún segist standa við yfirlýsinguna. „Ef það eru fimm þá er það nauðgun og ofbeldi. Ég myndi vilja sjá kvenmann gefa sig fram sem vill hafa þetta svoleiðis.“Að neðan má sjá viðtal Snærósar Sindradóttur við Lilju fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 og Ísland í dag eftir að sýknudómurinn féll í héraði.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira