Formaður VR telur enga forsendu fyrir hækkun stjórnarlauna VÍS Jón Hákon Haraldsson skrifar 19. desember 2015 07:00 Ólafía B. Rafnsdóttir Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ákveðið að hækka fasta mánaðarlega þóknun sína í samræmi við það sem ákveðið var á aðalfundi þann 12. mars síðastliðinn. Á aðalfundinum var ákveðið að föst þóknun yrði hækkuð um 75 prósent þannig að stjórnarmönnum yrðu greiddar 350 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns yrðu hækkuð um 50 prósent svo honum yrðu greiddar 600 þúsund krónur á mánuði. Vegna mikillar umræðu í samfélaginu á þeim tíma var hins vegar ákveðið að hækka ekki launin. Boðað var til hluthafafundar í VÍS 10. nóvember þar sem ný stjórn var kjörin. Ný ákvörðun um launabreytingu er tekin í framhaldi af því. VÍS sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu. VÍS hagnaðist um tæpa tvo milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili fyrir ári. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að þessi hækkun stjórnarlauna í VÍS sé ekki í samræmi við þá þróun sem sést hafi á almennum vinnumarkaði og VR sjái einfaldlega ekki forsendur fyrir henni. Ólafía segir stöðu á vinnumarkaði afar erfiða. Allt stefni í uppsögn kjarasamninga á almenna markaðnum eftir áramót. Ein af forsendum nýjustu samninganna hafi verið sú að launastefnan sem var samið um yrði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð. Sú forsenda sé nú brostin. „Með því að hækka stjórnarlaun núna tekur ný stjórn VÍS þá ákvörðun að ganga þvert gegn þeirri sátt sem náðist í síðustu samningum á vinnumarkaði – og þvert gegn þeirri afstöðu sem fyrri stjórn tók í vor,“ segir Ólafía. Ólafía segir að það verði að meta ábyrgð stjórnarmanna fyrirtækja á markaði til launa. „Ég er ekki að segja að ekki megi hækka laun stjórnarmanna í VÍS. En það verður að vera í samræmi við það sem gerist og gengur á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Ólafía. Í yfirlýsingu sem stjórn VÍS sendi frá sér í gær segir að launakjör stjórnarmanna VÍS séu svipuð því sem gerist í sambærilegum félögum á markaði. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ákveðið að hækka fasta mánaðarlega þóknun sína í samræmi við það sem ákveðið var á aðalfundi þann 12. mars síðastliðinn. Á aðalfundinum var ákveðið að föst þóknun yrði hækkuð um 75 prósent þannig að stjórnarmönnum yrðu greiddar 350 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns yrðu hækkuð um 50 prósent svo honum yrðu greiddar 600 þúsund krónur á mánuði. Vegna mikillar umræðu í samfélaginu á þeim tíma var hins vegar ákveðið að hækka ekki launin. Boðað var til hluthafafundar í VÍS 10. nóvember þar sem ný stjórn var kjörin. Ný ákvörðun um launabreytingu er tekin í framhaldi af því. VÍS sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu. VÍS hagnaðist um tæpa tvo milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili fyrir ári. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að þessi hækkun stjórnarlauna í VÍS sé ekki í samræmi við þá þróun sem sést hafi á almennum vinnumarkaði og VR sjái einfaldlega ekki forsendur fyrir henni. Ólafía segir stöðu á vinnumarkaði afar erfiða. Allt stefni í uppsögn kjarasamninga á almenna markaðnum eftir áramót. Ein af forsendum nýjustu samninganna hafi verið sú að launastefnan sem var samið um yrði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð. Sú forsenda sé nú brostin. „Með því að hækka stjórnarlaun núna tekur ný stjórn VÍS þá ákvörðun að ganga þvert gegn þeirri sátt sem náðist í síðustu samningum á vinnumarkaði – og þvert gegn þeirri afstöðu sem fyrri stjórn tók í vor,“ segir Ólafía. Ólafía segir að það verði að meta ábyrgð stjórnarmanna fyrirtækja á markaði til launa. „Ég er ekki að segja að ekki megi hækka laun stjórnarmanna í VÍS. En það verður að vera í samræmi við það sem gerist og gengur á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Ólafía. Í yfirlýsingu sem stjórn VÍS sendi frá sér í gær segir að launakjör stjórnarmanna VÍS séu svipuð því sem gerist í sambærilegum félögum á markaði.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira