Innlent

Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð í atvinnuhúsnæði í Reykjavík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan lagði hald á hundruð kannabisplantna í atvinnuhúsnæði í Breiðholti í gær.
Lögreglan lagði hald á hundruð kannabisplantna í atvinnuhúsnæði í Breiðholti í gær. vísir/getty
Umfangsmikil kannabisræktun var stöðvuð í atvinnuhúsnæði í Hraunbergi í Breiðholti í gær. Þetta staðfestir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Aðspurð vill Aldís ekki gefa upp hversu margir voru handteknir vegna ræktunarinnar en rannsókn málsins er á frumstigi. Hún vill því ekki tjá sig meira um það.

Eftir því sem Vísir kemst næst lagði lögreglan hald á hundruð kannabisplantna í aðgerðum sínum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×