Óánægð með jóladagatalið: „Þetta eru örugglega einhver mistök“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. desember 2015 22:06 Birgir, Margrét og Jóhannes Haukur eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun RÚV. Talsverð óánægja virðist ríkja með þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að jóladagatal þessa árs sé með dönsku tali og íslenskum texta en ekki talsett á íslensku. Það gæti orðið talsvert erfitt verkefni fyrir hæglæs eða ólæs börn að fylgjast með því sem fram fer í þáttunum þar sem persónurnar tala ekki hið ástkæra ylhýra. Fólk á Facebook hefur kvartað yfir þessari ákvörðun ríkisstofnunarinnar. „Jólatagatal sjónvarpsins hefur verið partur af aðventunni nánast svo lengi sem maður man eftir sér. Í dag, líkt og síðustu ár, biðu börnin mín spennt fyrir framan sjónvarpið eftir jóladagatalinu 2015. Það var mikil sorg þegar í ljós kom að það er á dönsku þetta árið en ekki með íslensku tali eins og venjulega,“ skrifar lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson og segist svekktur út í RÚV. Hann vonar að RÚV bjargi sér fyrir horn og sýni að auki eitthvað gamalt og gott á íslensku. Jóladagatalið í ár kallast Tidsrejsen sem hefur verið þýtt sem Tímaflakkið. Það segir frá hinni þrettán ára Sofie sem dreymir um að sameina fjölskyldu sína yfir jólin þrátt fyrir skilnað foreldra sinna. Hún er svo lánsöm að geta brúkað tímavél til að ferðast aftur í tímann en verkefnið er ekki jafn klippt og skorið og hana grunar. Margrét Friðriksdóttir lét sér ekki nægja að skrifa á Facebook og hringi því upp í Efstaleiti til að kvarta. „Ég upplifði hroka frá símatúlkunni og sagði hún að þetta væri væri bara svona og hún gæti ekkert gert í því. Ætli RÚV geri sér grein fyrir hversu mörg ung börn kunna ekki dönsku og eru ekki orðin það hraðlesin að þau geti lesið texta? Mér finnst þetta glatað,“ skrifar Margrét. Jóhannes Haukur Jóhannesson tekur í svipaðan streng og veltir því upp hvort danska útgáfa þáttarins hafi ekki alveg örugglega farið í loftið fyrir mistök. „Er RÚV í alvöru að sýna danskt jóladagatal fyrir íslensku börnin án þess að láta talsetja það?!? Þetta eru örugglega einhver mistök, vitlaus fæll settur í loftið eða eitthvað svoleiðis. Annað er bara svo kjánalegt eitthvað.“ „Jóladagatalið á RÚV er á dönsku með íslenskum texta. Er þá markhópurinn 5-10 ára börn sem hafa búið í Danmörku eða eiga danskt foreldri?“ skrifar Heimir Björnsson rappari og framhaldsskólakennari. Við vinnslu fréttarinnar svöruðu hvorki útvarpsstjórinn Magnús Geir Þórðarsson eða Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri símhringingum fréttastofu. Samkvæmt heimildum Vísis stendur þó til að sýna að auki innlent jólabarnaefni í desembermánuði á stöðinni. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Talsverð óánægja virðist ríkja með þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að jóladagatal þessa árs sé með dönsku tali og íslenskum texta en ekki talsett á íslensku. Það gæti orðið talsvert erfitt verkefni fyrir hæglæs eða ólæs börn að fylgjast með því sem fram fer í þáttunum þar sem persónurnar tala ekki hið ástkæra ylhýra. Fólk á Facebook hefur kvartað yfir þessari ákvörðun ríkisstofnunarinnar. „Jólatagatal sjónvarpsins hefur verið partur af aðventunni nánast svo lengi sem maður man eftir sér. Í dag, líkt og síðustu ár, biðu börnin mín spennt fyrir framan sjónvarpið eftir jóladagatalinu 2015. Það var mikil sorg þegar í ljós kom að það er á dönsku þetta árið en ekki með íslensku tali eins og venjulega,“ skrifar lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson og segist svekktur út í RÚV. Hann vonar að RÚV bjargi sér fyrir horn og sýni að auki eitthvað gamalt og gott á íslensku. Jóladagatalið í ár kallast Tidsrejsen sem hefur verið þýtt sem Tímaflakkið. Það segir frá hinni þrettán ára Sofie sem dreymir um að sameina fjölskyldu sína yfir jólin þrátt fyrir skilnað foreldra sinna. Hún er svo lánsöm að geta brúkað tímavél til að ferðast aftur í tímann en verkefnið er ekki jafn klippt og skorið og hana grunar. Margrét Friðriksdóttir lét sér ekki nægja að skrifa á Facebook og hringi því upp í Efstaleiti til að kvarta. „Ég upplifði hroka frá símatúlkunni og sagði hún að þetta væri væri bara svona og hún gæti ekkert gert í því. Ætli RÚV geri sér grein fyrir hversu mörg ung börn kunna ekki dönsku og eru ekki orðin það hraðlesin að þau geti lesið texta? Mér finnst þetta glatað,“ skrifar Margrét. Jóhannes Haukur Jóhannesson tekur í svipaðan streng og veltir því upp hvort danska útgáfa þáttarins hafi ekki alveg örugglega farið í loftið fyrir mistök. „Er RÚV í alvöru að sýna danskt jóladagatal fyrir íslensku börnin án þess að láta talsetja það?!? Þetta eru örugglega einhver mistök, vitlaus fæll settur í loftið eða eitthvað svoleiðis. Annað er bara svo kjánalegt eitthvað.“ „Jóladagatalið á RÚV er á dönsku með íslenskum texta. Er þá markhópurinn 5-10 ára börn sem hafa búið í Danmörku eða eiga danskt foreldri?“ skrifar Heimir Björnsson rappari og framhaldsskólakennari. Við vinnslu fréttarinnar svöruðu hvorki útvarpsstjórinn Magnús Geir Þórðarsson eða Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri símhringingum fréttastofu. Samkvæmt heimildum Vísis stendur þó til að sýna að auki innlent jólabarnaefni í desembermánuði á stöðinni.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira