Innlent

Vatnsréttindi við Sogið í mat

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Ljósafossi er ein þriggja virkana í Soginu.
Á Ljósafossi er ein þriggja virkana í Soginu. Fréttablaðið/HAG
Grímsness- og Grafningshreppur vill að Þjóðskrá meti vatnsréttindi við Sog og Þingvallavatn til fasteignamats vegna virkjana við Steingrímsstöð, Írafoss og Ljósafoss. Einnig verður farið fram á endurmat á jarðhitahlunnindum Nesjavalla.

Hæstaréttardómur var kveðinn upp í október þess efnis að vatnsréttindi sem heyra til Kárahnjúkavirkjunar megi meta í fasteignamat. Þar með skapast nýr tekjustofn fyrir Fljótsdalshérað sem innheimt getur fasteignagjöld af Landsvirkjun vegna vatnsréttindanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×