Innlent

Vilja félagslegt heilbrigðiskerfi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur sagt koma til greina að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva sem kynnu að verða opnaðar á næstunni.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur sagt koma til greina að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva sem kynnu að verða opnaðar á næstunni. Fréttablaðið/Pjetur
Stjórn BSRB mótmælir áformum heilbrigðisráðherra um að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. „Ljóst þykir að til standi að auka aðkomu einkaaðila að rekstri heilbrigðisþjónustunnar og það hyggst heilbrigðisráðherra gera án þess að ræða málið sérstaklega á Alþingi eða fara að vilja almennings í þeim efnum,“ segir í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í gærmorgun.

Bent er á að samkvæmt alþjóðlegum samanburði komi félagslega rekin heilbrigðiskerfi, líkt og það íslenska, best út hvað varði jafnt aðgengi, lýðheilsu og hagkvæmni.

„Það á að vera skýrt og yfirlýst markmið stjórnvalda að allur mögulegur „hagnaður“ af rekstri heilbrigðisþjónustu eigi að fara til frekari uppbyggingar heilbrigðisþjónustunnar en ekki enda í vasa einkaaðila.“ 

Þá segir stjórn BSRB landsmenn ítrekað hafa í skoðanakönnunum lýst yfir víðtækum stuðningi við félagslegt heilbrigðiskerfi og hafnað leiðum einkavæðingar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×