Innlent

Engin ráðgjöf um loðnukvóta

Svavar Hávarðsson skrifar
Ekkert er enn þá vitað um loðnukvóta íslenskra skipa.
Ekkert er enn þá vitað um loðnukvóta íslenskra skipa. fréttablaðið/óskar
Hafrannsóknastofnun treystir sér ekki til að gefa út breytingar á áður útgefinni ráðgjöf í loðnu eftir rannsóknarleiðangur stofnunarinnar dagana 17. til 29. nóvember.

Tvennt kemur til – mun minna mældist í fyrri haustmælingum og aðstæður til rannsókna voru afleitar. Rekís á Grænlandssundi útilokaði mælingu á mikilvægum svæðum auk þess sem vindar og tilheyrandi sjólag torvelduðu og stöðvuðu ítrekað bergmálsmælingu og sýnatöku.

Ráðlagður upphafskvóti var aðeins 54.000 tonn sem aðallega gengur til Norðmanna og Færeyinga en lítið sem ekkert gengur til íslenskra skipa.

Hafrannsóknastofnun mun mæla veiðistofn loðnu að nýju í janúar/febrúar 2016 og mun endurskoða tillögur um heildaraflamark gefi niðurstöður þeirra mælinga tilefni til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×