Innlent

Byggingakrani hafnaði á svölum fjölbýlishúss

Stefán Ó Jónsson skrifar
Eins og sjá má hafði kraninn viðkomu á þakskeggi og á svölum fjölbýlishúss.
Eins og sjá má hafði kraninn viðkomu á þakskeggi og á svölum fjölbýlishúss. mynd/aðsend
Mikil mildi er talin að engin hafi slasast þegar byggingarkrani valt við Ásholt í Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn sjónarvotta var sökudólgurinn þó ekki vindurinn sem leikið hefur landann grátt undanfarið sólarhring heldur vörubíll sem valt á kranann er var verið að sturta úr honum möl.

Kraninn hafði viðkomu á þakskeggi hússins sem stendur andspænis Þjóðskjalasafni Íslands áður en hann hafnaði á svölum á annarri hæð fjölbýlishúss.

Sjónarvottur, sem tók myndina hér að ofan, segir að töluverður hávaði hafi skapast af þessum sökum.

Verið er að reisa 102 íbúðir á reit við Bolholt 7,  milli Mjöln­is­holts og Ásholts, á vegum Félagsstofnunar Stúdenta sem ætlaðar eru barnlausum háskólanemum.

Varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að málið hafi verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins, sem fari með rannsókn þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×