Innlent

Rafmagnslaust í klukkustund í miðbæ Akureyrar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér má sjá þegar farið var með vararafstöð niður í miðbæ Akureyrar í morgun.
Hér má sjá þegar farið var með vararafstöð niður í miðbæ Akureyrar í morgun. mynd/norðurorka
Til þess að koma fyrir nýjum spenni fyrir í dreifistöð 22 í miðbæ Akureyrar mun Norðurorka neyðast til að taka rafmagn af miðbænum frá klukkan 18:15.

Í frétt á vef Norðurorku er talið líklegt að rafmagnsleysið muni vara í um klukkustunda -  „enda gangi verkið allt eftir áætlun,“ eins og það er orðað.

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á óþægindum vegna þessar bilanna.  Þá er minnt á góð ráð vegna þjónusturofs á heimasíðu Norðurorku.

Hér að ofan má sjá þegar farið var með vara-rafstöð niður í miðbæ í morgun sem síðan var tengd við kerfið til að tryggja lágmarks raforkuafhendingu á meðan á bilanaleit og viðgerðum stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×