Innlent

Litlu mátti muna að flutningaskip í vanda ræki á kræklingarækt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Varðskipið Þór var sent á vettvang.
Varðskipið Þór var sent á vettvang. vísir/daníel
Erlent flutningaskip komst í hann krappann út af Straumsvík í óveðurstíðinni í nótt. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tóku eftir því að það var farið að draga akkeri og stefndi í átt að kræklingarækt skammt frá.

Höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar þegar samband við skipið sem sagðist eiga í vandræðum með að ná upp akkeri skipsins og að skipið ræki undan veðurofsanum.

Í ljósi þess að skipið stefndi á kræklingaeldi þar sem hætta er á að tóg gætu fests í skrúfu skipsins með tilheyrandi tjóni og slysahættu var varðskipið Þór sent áleiðis á vettvang. Fram kemur í tilkynningu að áður en til tók hafi skipinu þó tekist að ná upp akkerinu. Þá hafi það verið komið að mörkum kræklingaeldisins.

Betur hafi því farið en á horfðist og var varðskipinu Þór snúið til annarra starfa.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×