Innlent

Svaf ekkert í óveðrinu: Frosti snjókarl og Stekkjastaur björguðust naumlega

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Grétar Ólason leigubílstjóri er mikið jólabarn og hefur margsinnis fengið verðlaun fyrir litríkar jólaskreytingar í garði sínum á Týsvöllum í Keflavík. Honum varð ekki svefnsamt í óveðrinu í gær enda tókust jólasveinarnir, hreindýrin og vitringarnir þrír á loft í verstu kviðunum og rafmagnstruflanir gerðu vart við sig þegar öryggin í seríunum gáfust upp fyrir vatnsveðrinu.

Grétar Þór Grétarsson, leigubílstjóri og jólabarn.
Grétar ver að jafnaði fimm heilum vinnudögum í að skreyta garðinn og á orðið mikið af skrauti og dóti, í garðinum ægir saman, upplýstum jólasveinum, garðálfum, Jesúbarninu, Jósep og Maríu, snjókörlum og glampandi hreindýrum.

Grétar brá á það ráð að bjarga Frosta snjókarli og nokkrum jólasveinum í hús áður en illa færi.

Allt fór þó betur en á horfðist og í dag voru allir íbúarnir I jólagarðinum komnir á sinn stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×