Innlent

Eiturefnakafari slökkviliðs reynir að loka fyrir saltsýruleka við Héðinsgötu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mikill viðbúnaður á staðnum og búið að loka fyrir umferð um götuna.
Mikill viðbúnaður á staðnum og búið að loka fyrir umferð um götuna. Vísir/Stefán
Efnakafari slökkviliðsins vinnur nú að því að stöðva saltsýruleka úr keri í iðnaðarhúsi við Héðinsgötu í Reykjavík. Starfsmenn í fyrirtækinu sem um ræðir uppgötvuðu lekann og hófu strax tilraunir til að hindra frekari leka og kölluðu til slökkvilið.

Mbl.is greindi fyrst frá málinu sem samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er unnið að því þessa stundina að stöðva lekann. Búið er að loka fyrir umferð um Héðinsgötu tímabundið vegna þessa til að koma í veg fyrir möguleg mengunaráhrif.

Mikill viðbúnaður er vegna málsins og voru tvær stöðvar sendar á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×