Innlent

Stöð 2 á COP21: Ísland verði að berjast fyrir 1.5°C hámarki

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Hávær krafa er meðal nokkurra þjóða um að endanlegur samningur innihaldi ákvæði um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við 1.5°C en núverandi samningsdrög vísa til 2°C hlýnunar.
Hávær krafa er meðal nokkurra þjóða um að endanlegur samningur innihaldi ákvæði um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við 1.5°C en núverandi samningsdrög vísa til 2°C hlýnunar.
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kynnt uppfærð samningsdrög að nýjum loftslagssamningi Sameinuðu Þjóðanna. Endanlegur samningur á að liggja fyrir á föstudaginn og því munu samninganefndir og ráðherrar funda sleitulaust þangað til. Hávær krafa er meðal nokkurra þjóða um að endanlegur samningur innihaldi ákvæði um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við 1.5°C en núverandi samningsdrög vísa til 2°C hlýnunar.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir skipta gríðarlega miklu máli að innleiða 1.5°C hámarkið.

"1.5°C er miku öruggari tala," segir Árni. "Hún þýðir miklu meiri niðurskurð á skemmri tíma, vitanlega. En fyrir Íslendinga þá er þetta ekki spurning, því við erum að glíma við súrnun sjávar og ég er ekki viss um að það sé hægt að fara upp í tvær gráður án þess að missa hafið frá okkur."

Í nýjustu samningsdrögum er hvorki minnst á landeyðingu né súrnun sjávar.

Kjartan Hreinn Njálsson, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur á ráðstefnunni í París. Hann verður í beinni útsendingu þaðan í fréttum í kvöld kl.18.30 og ræðir auk þess við Árna og Halldór Björnsson, hópstjóra veður- og loftslagsrannsókn hjá Veðurstofu Íslands.​





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×