"Hryðjuverk ekki skipulögð í moskum" Una Sighvatsdóttir skrifar 22. nóvember 2015 20:00 Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú í tvígang á einni viku varað við því í útvarpsviðtölum að Sádi Arabía skipti sér af trúmálum á Íslandi. Fyrst í Bítinu á Bylgjunni og svo aftur á Rás2 í morgun. Með þessu á forsetinn við fjárstyrk sem sendiherra Sádi-Arabíu tjáði honum að myndi renna til byggingar íslenskrar mosku. Félag múslíma á Íslandi hefur ekki þegið fjárstyrk frá Sádi Arabíu vegna fyrirhugaðrar mosku en Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður þess, segir að jafnvel þó svo væri þá þýddi það ekki aukna hryðjuverkaógn. „Þó svo væri, þá eru hryðjuverk ekki skipulögð í moskum, það vita allir sem hafa kannað íslam í Evrópu. Bræðurnir tveir til dæmis sem eru taldir höfuðpaurarnir í þessari árás í París, þeir seldu bar til að fjármagna þessi hryðjuverk. Og þeir sem koma í moskur reka yfirleitt ekki bari."Isis eins og múslímskir nasistar Sverrir segir að markmið illvirkjanna séu ekki trúarlegs eðlis. „Isis er hreinlega að reyna að ýta undir borgarastyrjöld í Frakklandi. Ég held að Frakkland, Þýskaland og mögulega Belgía séu skotmörkin vegna þess að þar gætirðu komið af stað borgarastyrjöld milli fólks af alsírskum uppruna og Frakka." Hann telur hinsvegar að lítill jarðvegur sé fyrir stefnu öfgamanna meðal evrópskra múslíma. „Sádiarabíska útgáfan af íslam, hún kemur aldrei til með að höfða til Íslendinga. Hún höfðar ekki til Evrópubúa af múslímskum uppruna. Það er engin sérstök fylgni við þetta. Isis-liðar séu í raun eins og múslímskir nasistar. „Ég held að það sé minni hljómgrunnur fyrir þessum nasisma frá Isis meðal múslíma í Evrópu heldur en var fyrir nasismanum í Evrópu á sínum tíma."Ekki ráðist að rót vandans Sverrir segir jafnframt að með viðbrögðum Vesturlanda við hryðjuverkunum í París, sem felst í auknum loftárásum á Sýrland, sé ekki ráðist að rót vandans, sjúkdómurinn sé ekki upprættur heldur einkennin. „Uppruni þessara átaka er hundrað ára gamall frá samkomulagi milli Frakka og Breta þar sem þeir skiptu svæðinu upp á milli sín á mjög sérkennilegan hátt. Drógu landamæri sem ekki passa. Og svo koma Bandaríki inn í gegnum Ísrael. Það eru átök þessara ríkja á svæðinu sem eru aðaorsökin. Síðan er verið að tala um spillta stjórnendur og fallin ríki, en allir þessi stjórnendur og þessi ríku hefur verið viðhaldið af okkar fjármagni og okkar pólitísku hagsmunum." Tengdar fréttir Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í morgun ætlar að reynast umdeilt. 17. nóvember 2015 15:00 Samúðarkveðja forseta Íslands: Árás á siðmenningu okkar tíma Forseti Íslands hefur í dag sent forseta Frakklands François Hollande samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París. 14. nóvember 2015 10:38 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú í tvígang á einni viku varað við því í útvarpsviðtölum að Sádi Arabía skipti sér af trúmálum á Íslandi. Fyrst í Bítinu á Bylgjunni og svo aftur á Rás2 í morgun. Með þessu á forsetinn við fjárstyrk sem sendiherra Sádi-Arabíu tjáði honum að myndi renna til byggingar íslenskrar mosku. Félag múslíma á Íslandi hefur ekki þegið fjárstyrk frá Sádi Arabíu vegna fyrirhugaðrar mosku en Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður þess, segir að jafnvel þó svo væri þá þýddi það ekki aukna hryðjuverkaógn. „Þó svo væri, þá eru hryðjuverk ekki skipulögð í moskum, það vita allir sem hafa kannað íslam í Evrópu. Bræðurnir tveir til dæmis sem eru taldir höfuðpaurarnir í þessari árás í París, þeir seldu bar til að fjármagna þessi hryðjuverk. Og þeir sem koma í moskur reka yfirleitt ekki bari."Isis eins og múslímskir nasistar Sverrir segir að markmið illvirkjanna séu ekki trúarlegs eðlis. „Isis er hreinlega að reyna að ýta undir borgarastyrjöld í Frakklandi. Ég held að Frakkland, Þýskaland og mögulega Belgía séu skotmörkin vegna þess að þar gætirðu komið af stað borgarastyrjöld milli fólks af alsírskum uppruna og Frakka." Hann telur hinsvegar að lítill jarðvegur sé fyrir stefnu öfgamanna meðal evrópskra múslíma. „Sádiarabíska útgáfan af íslam, hún kemur aldrei til með að höfða til Íslendinga. Hún höfðar ekki til Evrópubúa af múslímskum uppruna. Það er engin sérstök fylgni við þetta. Isis-liðar séu í raun eins og múslímskir nasistar. „Ég held að það sé minni hljómgrunnur fyrir þessum nasisma frá Isis meðal múslíma í Evrópu heldur en var fyrir nasismanum í Evrópu á sínum tíma."Ekki ráðist að rót vandans Sverrir segir jafnframt að með viðbrögðum Vesturlanda við hryðjuverkunum í París, sem felst í auknum loftárásum á Sýrland, sé ekki ráðist að rót vandans, sjúkdómurinn sé ekki upprættur heldur einkennin. „Uppruni þessara átaka er hundrað ára gamall frá samkomulagi milli Frakka og Breta þar sem þeir skiptu svæðinu upp á milli sín á mjög sérkennilegan hátt. Drógu landamæri sem ekki passa. Og svo koma Bandaríki inn í gegnum Ísrael. Það eru átök þessara ríkja á svæðinu sem eru aðaorsökin. Síðan er verið að tala um spillta stjórnendur og fallin ríki, en allir þessi stjórnendur og þessi ríku hefur verið viðhaldið af okkar fjármagni og okkar pólitísku hagsmunum."
Tengdar fréttir Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í morgun ætlar að reynast umdeilt. 17. nóvember 2015 15:00 Samúðarkveðja forseta Íslands: Árás á siðmenningu okkar tíma Forseti Íslands hefur í dag sent forseta Frakklands François Hollande samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París. 14. nóvember 2015 10:38 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Sjá meira
Forsetanum ýmist fagnað eða hann fordæmdur Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson í morgun ætlar að reynast umdeilt. 17. nóvember 2015 15:00
Samúðarkveðja forseta Íslands: Árás á siðmenningu okkar tíma Forseti Íslands hefur í dag sent forseta Frakklands François Hollande samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París. 14. nóvember 2015 10:38
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30