Innlent

Handtekinn með falsaðan peningaseðil

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Töluvert var um ölvun á höfuðborgarsvæðinu í nótt og nokkuð um kvartanir vegna hávaða, ýmist frá einkasamkvæmum eða veitingastöðum. Einn var sendur á slysadeild eftir að til átaka kom á milli tveggja aðila í miðbænum. Málið er í rannsókn, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Þá var einn handtekinn í austurborginni vegna heimilisofbeldis. Börn voru á heimilinu en þau höfðu mögulega orðið vitni að ofbeldi og hótun um ofbeldi. Jafnframt var tilkynnt um reiðan mann að brjótast inn í íbúð í Reykjavík, en um var að ræða deilur milli leigjenda og eiganda íbúðarinnar. Málið leystist friðsamlega, segir í tilkynningunni.

Þá var einn handtekinn eftir að hafa reynt að greiða fyrir vöru með fölsuðum peningaseðili. Hann var yfirheyrður og seðillinn sendur til rannsóknar. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að nokkuð hafi verið um umferðaróhöpp og ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×