Plastiðjan brann til kaldra kola: Talið að kviknað hafi í út frá rafmagni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 10:33 Frá vettvangi um á tólfta tímanum í gærkvöldi. Mynd/Páll Jökull Pétursson Talið er að eldurinn sem kom upp í Plastiðjunni á Selfossi í gærkvöldi hafi kviknað út frá rafmagni. Húsið brann til kaldra kola í nótt og enn leynast þar eldglæður. Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu var kallað út um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði yfir svæðið þannig að rýma þurfti nærliggjandi íbúðarhús. Opnuð var fjöldahjálparstöð í Vallaskóla, þangað sem íbúar voru hvattir til að fara, enda reykurinn baneitraður. Þar voru um hundrað manns þegar mest lét.Hafþór Sævarsson birti myndbandið að neðan á Facebook-síðu sinni í gær. Posted by Hafþór Sævarsson on Monday, November 23, 2015 Pétur Pétursson, settur slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að um hafi verið að ræða gríðarlega erfitt verkefni. Áhersla hafi verið lögð á að verja byggingar í kring, þar á meðal trésmiðju sem tengd er Plastiðjunni með tengibyggingu. Það hafi tekist. „Það var mjög mikill eldur í þessu húsi. Það var augljóst að það yrði illa við það ráðið þar sem húsið er ekki mjög hólfað og mjög eldfim efni sem þar sem þarna brenna. Við einbeittum okkur frá upphafi að slá á mestan ofan á þeim eldi, auk þess að fara beint í það að verja nærliggjandi hús.“ Pétur segir alltaf umtalsverða hættu á ferðum þegar um þessa tegund húsa sé að ræða. Því hafi reykkafarar ekki verið sendir inn. „Það var vitað strax að það væri enginn inni í húsinu og eldhafið var líka slíkt að það hefði verið ógæfulegt. Hætta skapast líka af eitruðum lofttegundum.“ Þá segir hann vettvanginn enn ótryggan. Annað myndband frá Hafþóri Sævarssyni frá því í gærkvöldi. Posted by Hafþór Sævarsson on Monday, November 23, 2015 „Við vorum við slökkvistörf til klukkan sex í morgun. Eftir það höfum við farið fjórum sinnum til að slökkva í glæðum og svo falla járnplötur á þetta allt saman, og þá eru svona hreiður sem við náum illa til. Við sendum menn ekki inn í þetta því það er ákveðin fallhætta þarna.“ Málið fer í kjölfarið í hendur lögreglu, en að sögn Péturs leikur grunur á að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. „Það er ekki hægt að segja það með óyggjandi hætti, en það má leiða að því líkum eftir frásögn starfsmanns sem var á staðnum að það hafi kviknað út frá rafmagnsbúnaði.“ Tengdar fréttir Eldur í Plastiðjunni á Selfossi Lögregla búin að loka nærliggjandi götum og leggur svartan reyk yfir hverfið. 23. nóvember 2015 22:46 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Talið er að eldurinn sem kom upp í Plastiðjunni á Selfossi í gærkvöldi hafi kviknað út frá rafmagni. Húsið brann til kaldra kola í nótt og enn leynast þar eldglæður. Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu var kallað út um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði yfir svæðið þannig að rýma þurfti nærliggjandi íbúðarhús. Opnuð var fjöldahjálparstöð í Vallaskóla, þangað sem íbúar voru hvattir til að fara, enda reykurinn baneitraður. Þar voru um hundrað manns þegar mest lét.Hafþór Sævarsson birti myndbandið að neðan á Facebook-síðu sinni í gær. Posted by Hafþór Sævarsson on Monday, November 23, 2015 Pétur Pétursson, settur slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að um hafi verið að ræða gríðarlega erfitt verkefni. Áhersla hafi verið lögð á að verja byggingar í kring, þar á meðal trésmiðju sem tengd er Plastiðjunni með tengibyggingu. Það hafi tekist. „Það var mjög mikill eldur í þessu húsi. Það var augljóst að það yrði illa við það ráðið þar sem húsið er ekki mjög hólfað og mjög eldfim efni sem þar sem þarna brenna. Við einbeittum okkur frá upphafi að slá á mestan ofan á þeim eldi, auk þess að fara beint í það að verja nærliggjandi hús.“ Pétur segir alltaf umtalsverða hættu á ferðum þegar um þessa tegund húsa sé að ræða. Því hafi reykkafarar ekki verið sendir inn. „Það var vitað strax að það væri enginn inni í húsinu og eldhafið var líka slíkt að það hefði verið ógæfulegt. Hætta skapast líka af eitruðum lofttegundum.“ Þá segir hann vettvanginn enn ótryggan. Annað myndband frá Hafþóri Sævarssyni frá því í gærkvöldi. Posted by Hafþór Sævarsson on Monday, November 23, 2015 „Við vorum við slökkvistörf til klukkan sex í morgun. Eftir það höfum við farið fjórum sinnum til að slökkva í glæðum og svo falla járnplötur á þetta allt saman, og þá eru svona hreiður sem við náum illa til. Við sendum menn ekki inn í þetta því það er ákveðin fallhætta þarna.“ Málið fer í kjölfarið í hendur lögreglu, en að sögn Péturs leikur grunur á að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. „Það er ekki hægt að segja það með óyggjandi hætti, en það má leiða að því líkum eftir frásögn starfsmanns sem var á staðnum að það hafi kviknað út frá rafmagnsbúnaði.“
Tengdar fréttir Eldur í Plastiðjunni á Selfossi Lögregla búin að loka nærliggjandi götum og leggur svartan reyk yfir hverfið. 23. nóvember 2015 22:46 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Eldur í Plastiðjunni á Selfossi Lögregla búin að loka nærliggjandi götum og leggur svartan reyk yfir hverfið. 23. nóvember 2015 22:46