Plastiðjan brann til kaldra kola: Talið að kviknað hafi í út frá rafmagni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 10:33 Frá vettvangi um á tólfta tímanum í gærkvöldi. Mynd/Páll Jökull Pétursson Talið er að eldurinn sem kom upp í Plastiðjunni á Selfossi í gærkvöldi hafi kviknað út frá rafmagni. Húsið brann til kaldra kola í nótt og enn leynast þar eldglæður. Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu var kallað út um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði yfir svæðið þannig að rýma þurfti nærliggjandi íbúðarhús. Opnuð var fjöldahjálparstöð í Vallaskóla, þangað sem íbúar voru hvattir til að fara, enda reykurinn baneitraður. Þar voru um hundrað manns þegar mest lét.Hafþór Sævarsson birti myndbandið að neðan á Facebook-síðu sinni í gær. Posted by Hafþór Sævarsson on Monday, November 23, 2015 Pétur Pétursson, settur slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að um hafi verið að ræða gríðarlega erfitt verkefni. Áhersla hafi verið lögð á að verja byggingar í kring, þar á meðal trésmiðju sem tengd er Plastiðjunni með tengibyggingu. Það hafi tekist. „Það var mjög mikill eldur í þessu húsi. Það var augljóst að það yrði illa við það ráðið þar sem húsið er ekki mjög hólfað og mjög eldfim efni sem þar sem þarna brenna. Við einbeittum okkur frá upphafi að slá á mestan ofan á þeim eldi, auk þess að fara beint í það að verja nærliggjandi hús.“ Pétur segir alltaf umtalsverða hættu á ferðum þegar um þessa tegund húsa sé að ræða. Því hafi reykkafarar ekki verið sendir inn. „Það var vitað strax að það væri enginn inni í húsinu og eldhafið var líka slíkt að það hefði verið ógæfulegt. Hætta skapast líka af eitruðum lofttegundum.“ Þá segir hann vettvanginn enn ótryggan. Annað myndband frá Hafþóri Sævarssyni frá því í gærkvöldi. Posted by Hafþór Sævarsson on Monday, November 23, 2015 „Við vorum við slökkvistörf til klukkan sex í morgun. Eftir það höfum við farið fjórum sinnum til að slökkva í glæðum og svo falla járnplötur á þetta allt saman, og þá eru svona hreiður sem við náum illa til. Við sendum menn ekki inn í þetta því það er ákveðin fallhætta þarna.“ Málið fer í kjölfarið í hendur lögreglu, en að sögn Péturs leikur grunur á að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. „Það er ekki hægt að segja það með óyggjandi hætti, en það má leiða að því líkum eftir frásögn starfsmanns sem var á staðnum að það hafi kviknað út frá rafmagnsbúnaði.“ Tengdar fréttir Eldur í Plastiðjunni á Selfossi Lögregla búin að loka nærliggjandi götum og leggur svartan reyk yfir hverfið. 23. nóvember 2015 22:46 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Talið er að eldurinn sem kom upp í Plastiðjunni á Selfossi í gærkvöldi hafi kviknað út frá rafmagni. Húsið brann til kaldra kola í nótt og enn leynast þar eldglæður. Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu var kallað út um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði yfir svæðið þannig að rýma þurfti nærliggjandi íbúðarhús. Opnuð var fjöldahjálparstöð í Vallaskóla, þangað sem íbúar voru hvattir til að fara, enda reykurinn baneitraður. Þar voru um hundrað manns þegar mest lét.Hafþór Sævarsson birti myndbandið að neðan á Facebook-síðu sinni í gær. Posted by Hafþór Sævarsson on Monday, November 23, 2015 Pétur Pétursson, settur slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að um hafi verið að ræða gríðarlega erfitt verkefni. Áhersla hafi verið lögð á að verja byggingar í kring, þar á meðal trésmiðju sem tengd er Plastiðjunni með tengibyggingu. Það hafi tekist. „Það var mjög mikill eldur í þessu húsi. Það var augljóst að það yrði illa við það ráðið þar sem húsið er ekki mjög hólfað og mjög eldfim efni sem þar sem þarna brenna. Við einbeittum okkur frá upphafi að slá á mestan ofan á þeim eldi, auk þess að fara beint í það að verja nærliggjandi hús.“ Pétur segir alltaf umtalsverða hættu á ferðum þegar um þessa tegund húsa sé að ræða. Því hafi reykkafarar ekki verið sendir inn. „Það var vitað strax að það væri enginn inni í húsinu og eldhafið var líka slíkt að það hefði verið ógæfulegt. Hætta skapast líka af eitruðum lofttegundum.“ Þá segir hann vettvanginn enn ótryggan. Annað myndband frá Hafþóri Sævarssyni frá því í gærkvöldi. Posted by Hafþór Sævarsson on Monday, November 23, 2015 „Við vorum við slökkvistörf til klukkan sex í morgun. Eftir það höfum við farið fjórum sinnum til að slökkva í glæðum og svo falla járnplötur á þetta allt saman, og þá eru svona hreiður sem við náum illa til. Við sendum menn ekki inn í þetta því það er ákveðin fallhætta þarna.“ Málið fer í kjölfarið í hendur lögreglu, en að sögn Péturs leikur grunur á að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. „Það er ekki hægt að segja það með óyggjandi hætti, en það má leiða að því líkum eftir frásögn starfsmanns sem var á staðnum að það hafi kviknað út frá rafmagnsbúnaði.“
Tengdar fréttir Eldur í Plastiðjunni á Selfossi Lögregla búin að loka nærliggjandi götum og leggur svartan reyk yfir hverfið. 23. nóvember 2015 22:46 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Eldur í Plastiðjunni á Selfossi Lögregla búin að loka nærliggjandi götum og leggur svartan reyk yfir hverfið. 23. nóvember 2015 22:46