Barsmíðar ekki verstu pyntingarnar Una Sighvatsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 19:45 Bashar Farahat er 31 árs gamall, læknir að mennt og starfaði sem slíkur á háskólasjúkrahúsinu í Aleppo í Sýrlandi. En hann var líka andsnúinn stjórnvöldum og tók þátt í friðsælum mótmælum við upphaf átakanna í Sýrlandi, sem síðar urðu blóðugt borgarastríð. Bashar var í kjölfarið handtekinn tvisvar, árin 2012 og 2013, og sat í fangelsi samtals í ellefu mánuði þar sem hann sætti pyntingum og illri meðferð. Bashar lýsti reynslu sinni og annarra sýrlenskra fanga með áhrifamiklum hætti á fundi í Norræna húsinu í dag en hann er gestur Amnesty International á Íslandi í tilefni af hinnu árlega Bréfamaraþoni, átaki Amnesty til að setja þrýsting á stjórnvöld víða um heim um að sleppa samviskuföngum lausum úr haldi. Auk mótmælanna var Bashar meðal annars sakaður um að gera opinskátt um fjölda óbreyttra borgara sem féllu í valinn af völdum stjórnarhers Bashar Al Assads Sýrlandsforseta, og fyrir að hlúa að mótmælendum á bráðabirgðaspítala. Í máli hans í dag kom fram að barsmíðar hófust strax við komuna í fangelsið, þar sem hann var með bundið fyrir augu meðan hópur fangavarða gekk í skrokk á honum. Frá sjúkrahúsi í Aleppo. Bashar starfaði þar sem læknir þegar hann var fyrst handtekinn 2012. Hugmyndir hans um pyntingar breyttust „Áður en ég var handtekinn hafði ég heyrt og lesið heilmikið um pyntingar og sá þær fyrir mér eins og við þekkjum úr bíómyndum, að menn séu hengdir upp, barðir og gefið raflost," sagði Bashar í samtali við fréttastofu í dag. Það gekk raunar eftir, en Bashar segir þó að hugmyndir hans um pyntingar hafi breyst mjög við frelsissviptinguna. Barsmíðar við yfirheyrslur hafi í raun alls ekki verið verstu pyntingarnar. „Ég komst að því að hvert einasta smáatriði í fangelsi er einskonar pynting. Það að búa með hundrað karlmönnum í pínulitlum klefa, það er pynting. Að fá aldrei almennilega að borða eða drekka, að geta ekki andað, það er allt samfelld pynting. Svo þetta sýst ekki bara um yfirheyrsluna, refsingarnar, að vera laminn eða hengdur upp. Allt við fangavistina var pynting.“ Bashar sagði að í huga fanganna hafi í raun verið betra að vera pyntaður en að vera afskiptur. Versta tilfinningin hafi verið ótti um að vera týndur heiminum og daga uppi í fangaklefa öllum gleymdur. Pyntingar og yfirheyrslur hafi hið minnsta gefið til kynna að mál fanga væri á borði einhverra yfirvalda. Bardagamenn úr liði stjórnarandstæðinga í Aleppo reyna að bjarga föllnum félaga sem varð fyrir skoti leyniskyttu stjórnarhersins. Tugþúsundum haldið föngnum Segja má að Bashar sé einn af hinum heppnu, því hann var handtekinn í tvígang en í bæði skiptin sleppt lausum. Þótt hann slyppi á lífi var honum þó tæpast líft í Sýrlandi, enda var honum meinað að starfa áfram sem læknir og vinir hans og kollegar vildu ekki sjást með honum opinberlega af ótta við handtöku. Á endanum flýði hann land, fyrst til Líbanon en í vor fékk hann dvalarleyfi af mannúðarástæðum í Bretlandi þar sem hann býr nú. Mannréttindasamtökin Syrian Network for Human Rights áætla hinsvegar að yfir 65 þúsund manns sem horfið hafa sporlaust í Sýrlandi frá 2011 séu í haldi stjórnvalda. Meirihluti þeirra teljast almennir borgarar, eða 58.148, en vitað er til þess að 6.968 af þeim sem eru í haldi hafi barist með uppreisnarmönnum gegn stjórnarhernum. Bashar segir að ógnin hafi verið allt um lykjandi frá því fyrir upphaf stríðsins. „Hver sem er getur átt von á því að vera handtekinn í Sýrlandi, en meirihluti þeirra sem er haldið eru almennir borgarar, stjórnarandstæðingar, friðsamir mótmælendur eða jafnvel ættingjar mótmælenda. Það versta sem kom fyrir Sýrland var að ráðist hafi verið gegn friðsömum mótmælendum og ástandið þróast yfir í stríð." Bashar Al Assad forseti Sýrlands neitar að fara frá völdum. Isis og flóttamannastraumurinn ekki kjarni vandans Aðspurður um ástandið í Sýrlandi nú segist Bashar telja að mestu mistök Vesturlanda sé að einblína á afleiðingar stríðsins, þ.e. flóttamannastrauminn og uppgang Isis, en sjá ekki heildarmyndina. Það þurfi margþætta lausn. Þar sem frumorsökin sé ofríki Assads sé málið ekki leyst með því að varpa sprengjum á Isis. „Sýrlendingar vildu fá þessa stjórn frá, þeir vildu breytingar og þeir eiga það skilið. Lausnin í Sýrlandi felst í því að vita hvað Sýrlendingar vilja og að taka á málinu heildsætt, ekki bara á hliðarverkununum. Það þarf að ná samkomulagi um að enda þetta stríð. Sýrlendingar eru reiðubúnir að snúa til baka og byggja upp landið sitt, en stríðið kemur í veg fyrir það. Stríðið stendur í milli okkar og vonarinnar." Rania Alabassi starfaði sem tannlæknir í Damaskus þegar hún var handtekin af stjórnvöldum í fyrra. Börn hennar sex, þau Dima, Entisar, Najah, Alaa, Ahmad og Layan voru einnig tekin höndum og ekkert spurst til þeirra síðan. Amnesty International setur nú þrýsting á Assad Sýrlandsforseta að láta þau laus. Reyna að fá sex barna móður leysta úr haldi Sem fyrr segir stendur Amnesty Internatonal nú fyrir svo kölluðu Bréfamaraþoni, þar sem almenningi er gert kleift með auðveldum hætti að senda póstkort til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og þrýsta á umbætur. Meðal þeirra sem Amnesty beinir sjónum að í ár er mál sýrlenskrar konu, Rania Alabassi, sem var tannlæknir í Damaskus. Hún og börn hennar sex voru öll handtekin af stjórnvöldum árið 2013 og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að leggja málstaðnum lið má finna á vef Amnesty á Íslandi. Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Bashar Farahat er 31 árs gamall, læknir að mennt og starfaði sem slíkur á háskólasjúkrahúsinu í Aleppo í Sýrlandi. En hann var líka andsnúinn stjórnvöldum og tók þátt í friðsælum mótmælum við upphaf átakanna í Sýrlandi, sem síðar urðu blóðugt borgarastríð. Bashar var í kjölfarið handtekinn tvisvar, árin 2012 og 2013, og sat í fangelsi samtals í ellefu mánuði þar sem hann sætti pyntingum og illri meðferð. Bashar lýsti reynslu sinni og annarra sýrlenskra fanga með áhrifamiklum hætti á fundi í Norræna húsinu í dag en hann er gestur Amnesty International á Íslandi í tilefni af hinnu árlega Bréfamaraþoni, átaki Amnesty til að setja þrýsting á stjórnvöld víða um heim um að sleppa samviskuföngum lausum úr haldi. Auk mótmælanna var Bashar meðal annars sakaður um að gera opinskátt um fjölda óbreyttra borgara sem féllu í valinn af völdum stjórnarhers Bashar Al Assads Sýrlandsforseta, og fyrir að hlúa að mótmælendum á bráðabirgðaspítala. Í máli hans í dag kom fram að barsmíðar hófust strax við komuna í fangelsið, þar sem hann var með bundið fyrir augu meðan hópur fangavarða gekk í skrokk á honum. Frá sjúkrahúsi í Aleppo. Bashar starfaði þar sem læknir þegar hann var fyrst handtekinn 2012. Hugmyndir hans um pyntingar breyttust „Áður en ég var handtekinn hafði ég heyrt og lesið heilmikið um pyntingar og sá þær fyrir mér eins og við þekkjum úr bíómyndum, að menn séu hengdir upp, barðir og gefið raflost," sagði Bashar í samtali við fréttastofu í dag. Það gekk raunar eftir, en Bashar segir þó að hugmyndir hans um pyntingar hafi breyst mjög við frelsissviptinguna. Barsmíðar við yfirheyrslur hafi í raun alls ekki verið verstu pyntingarnar. „Ég komst að því að hvert einasta smáatriði í fangelsi er einskonar pynting. Það að búa með hundrað karlmönnum í pínulitlum klefa, það er pynting. Að fá aldrei almennilega að borða eða drekka, að geta ekki andað, það er allt samfelld pynting. Svo þetta sýst ekki bara um yfirheyrsluna, refsingarnar, að vera laminn eða hengdur upp. Allt við fangavistina var pynting.“ Bashar sagði að í huga fanganna hafi í raun verið betra að vera pyntaður en að vera afskiptur. Versta tilfinningin hafi verið ótti um að vera týndur heiminum og daga uppi í fangaklefa öllum gleymdur. Pyntingar og yfirheyrslur hafi hið minnsta gefið til kynna að mál fanga væri á borði einhverra yfirvalda. Bardagamenn úr liði stjórnarandstæðinga í Aleppo reyna að bjarga föllnum félaga sem varð fyrir skoti leyniskyttu stjórnarhersins. Tugþúsundum haldið föngnum Segja má að Bashar sé einn af hinum heppnu, því hann var handtekinn í tvígang en í bæði skiptin sleppt lausum. Þótt hann slyppi á lífi var honum þó tæpast líft í Sýrlandi, enda var honum meinað að starfa áfram sem læknir og vinir hans og kollegar vildu ekki sjást með honum opinberlega af ótta við handtöku. Á endanum flýði hann land, fyrst til Líbanon en í vor fékk hann dvalarleyfi af mannúðarástæðum í Bretlandi þar sem hann býr nú. Mannréttindasamtökin Syrian Network for Human Rights áætla hinsvegar að yfir 65 þúsund manns sem horfið hafa sporlaust í Sýrlandi frá 2011 séu í haldi stjórnvalda. Meirihluti þeirra teljast almennir borgarar, eða 58.148, en vitað er til þess að 6.968 af þeim sem eru í haldi hafi barist með uppreisnarmönnum gegn stjórnarhernum. Bashar segir að ógnin hafi verið allt um lykjandi frá því fyrir upphaf stríðsins. „Hver sem er getur átt von á því að vera handtekinn í Sýrlandi, en meirihluti þeirra sem er haldið eru almennir borgarar, stjórnarandstæðingar, friðsamir mótmælendur eða jafnvel ættingjar mótmælenda. Það versta sem kom fyrir Sýrland var að ráðist hafi verið gegn friðsömum mótmælendum og ástandið þróast yfir í stríð." Bashar Al Assad forseti Sýrlands neitar að fara frá völdum. Isis og flóttamannastraumurinn ekki kjarni vandans Aðspurður um ástandið í Sýrlandi nú segist Bashar telja að mestu mistök Vesturlanda sé að einblína á afleiðingar stríðsins, þ.e. flóttamannastrauminn og uppgang Isis, en sjá ekki heildarmyndina. Það þurfi margþætta lausn. Þar sem frumorsökin sé ofríki Assads sé málið ekki leyst með því að varpa sprengjum á Isis. „Sýrlendingar vildu fá þessa stjórn frá, þeir vildu breytingar og þeir eiga það skilið. Lausnin í Sýrlandi felst í því að vita hvað Sýrlendingar vilja og að taka á málinu heildsætt, ekki bara á hliðarverkununum. Það þarf að ná samkomulagi um að enda þetta stríð. Sýrlendingar eru reiðubúnir að snúa til baka og byggja upp landið sitt, en stríðið kemur í veg fyrir það. Stríðið stendur í milli okkar og vonarinnar." Rania Alabassi starfaði sem tannlæknir í Damaskus þegar hún var handtekin af stjórnvöldum í fyrra. Börn hennar sex, þau Dima, Entisar, Najah, Alaa, Ahmad og Layan voru einnig tekin höndum og ekkert spurst til þeirra síðan. Amnesty International setur nú þrýsting á Assad Sýrlandsforseta að láta þau laus. Reyna að fá sex barna móður leysta úr haldi Sem fyrr segir stendur Amnesty Internatonal nú fyrir svo kölluðu Bréfamaraþoni, þar sem almenningi er gert kleift með auðveldum hætti að senda póstkort til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og þrýsta á umbætur. Meðal þeirra sem Amnesty beinir sjónum að í ár er mál sýrlenskrar konu, Rania Alabassi, sem var tannlæknir í Damaskus. Hún og börn hennar sex voru öll handtekin af stjórnvöldum árið 2013 og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að leggja málstaðnum lið má finna á vef Amnesty á Íslandi.
Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira